Nei, þetta passar ekki

Í frétt Morgunblaðsins um American Idol segir eftirfarandi:

Kántrísöngvarinn ungi, Scotty McCreery, hefur verið krýndur sigurvegari Idol-söngvakeppninnar. Þetta er fjórða árið í röð sem sigurvegarinn er karlkyns og var sigur hans nokkuð óvæntur þar sem mótherji hans, Lauren Alaina, þótti líklegri til sigurs.

Hér held ég að blaðamaður hljóti að hafa misskilið eitthvað hraplega. Ég held að enginn sem hefur fylgst með keppninni að ráði hafi haldið að Lauren myndi vinna og satt að segja er ég viss um að flestir hafi verið sannfærðir um sigur Scottys. Ég efast um að niðurstöðurnar í American Idol hafi nokkurn tímann verið eins fyrirsjáanlegar. T.d. hafa heimasíður sem mæla biðtónana á símalínum þátta eins og American Idol og So you think you can dance sýnt Scotty í fyrsta sæti hverja einustu viku frá því símakosning hófst fyrr í vor. Alla vega var það þannig á dialidol.com. Hann var alltaf langhæstur og stundum svo mikið hærri en allir hinir að hann var sá eini sem ekki var í hættu við að detta úr keppni. Sigur hans var aldrei í hættu. Sjálf hef ég sagt í sirka tíu vikur núna að Scotty ætti eftir að vinna þetta. Ég sagði reyndar einhvern tímann að topp sex yrði Pia og fimm strákar en það gekk nú ekki eftir. En ég hef trú á að hér hafi blaðamaður snúið hlutunum við.

 


mbl.is McCreery nýjasta Idol-stjarnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er líka annað: Eru menn KRÝNDIR? þ.e. fá þeir kórónu? Ég hef alltaf lagt þá merkingu í orðalagið að krýna að þá væri sett kóróna á koll viðkomandi, en hef ekki séð það í svona athöfnum, nema þá í fegurðarsamkeppnum...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 11:13

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er að sjálfsögðu upphaflega merkingin. Virðist hafa víkkað eitthvað út, sýnist manni.

Annars var ég hissa á að þeir skyldu segja frá þessu í blaðinu. Þátturinn var reyndar sýndur beint á miðvikudaginn en það var um miðnætti svo varla margir sem hafa horft. Svo á að sýna hann á venjulegum tíma í kvöld. Ég hafði t.d. ætlað að bíða þar til í kvöld með að sjá hver vann. Það gekk ekki því þetta blasti við á netmogganum þegar ég opnaði hann.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.5.2011 kl. 12:23

3 identicon

Ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum þegar Casey datt út að ég lét mér nægja að fylgjast með restinni á You Tube. Annars er Scotty áreiðanlega vel að þessu kominn og að mínum dómi var þetta besta Idol-keppnin til þessa ... þótt ég hafi ekki fylgst með 100% þarna í lokin.

ps. Og ekki saknaði ég Simons. Hélt ég myndi gera það ... en, nei, skipti engu máli.

Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 21:29

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála þér. Casey var uppáhaldið. Hann var flottur í gær með Jack Black. Ég held reyndar að af öllum sem kepptu sé Scotty líklegastur til að verða frægur. Kántríliðið á eftir að kaupa plöturnar hans í hrönnum ef hann vinnur með góðum lagahöfundum. Casey hefði orðið meira eins og Taylor Hicks, horfið svolítið af því að hann söng gerð að lögum sem eru bara ekki eins vinsæl í dag. Plöturnar sem seljast núna er kántrí (sem seljast alltaf) og R&B. Sammála með Simon, saknaði hans ekkert. Annars hafði ég ekki horft undanfarin fjögur ár. Ég dett svona inn og út úr AI.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.5.2011 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband