Þakkir til íþróttafréttadeilda sjónvarpanna
10.6.2011 | 00:04
Það má ekki bara skammast þegar illa er gert heldur verður líka að hrósa þegar vel er gert. Sagt var frá Stanley keppninni í hokkí bæði á fréttum Stöðvar 2 og RÚV. Reyndar voru úrslitin ómöguleg en aðalatriðið var að sagt var frá þeim.
Hins vegar fann ég ekkert um þetta á mbl.is eða visi.is. Það merkilega er að sjónvarpsstöðvarnar þurfa að taka tíma frá öðru til að segja hokkífréttir á meðan vefmiðlarnir hafa hérumbil endalaust pláss en sjá samt ekki sóma sinn í að segja frá úrslitum í hokkí. Báðir miðlar hafa samt ennþá sérdálk á forsíðu íþróttafrétta helgaðan enska boltanum, sem síðast þegar ég vissi var búinn þetta leiktímabilið.
Sem sagt, það er mikilvægara að segja frá vangaveltum um leikmannaskipti í enska boltanum en er að segja frá mikilvægustu hokkíleikjum í heimi. Og já, ég meina mikilvægustu leikjunum. Það vita allir sem fylgjast með hokkí að Stanley bikarinn er mikilvægari en heimsmeistaratitillinn (sem þýðir næstum ekkert í hokkí enda bestu mennirnir aldrei með) og jafnvel mikilvægari en Ólympíutitilinn. Spyrjið hvaða leikmann sem er hvaða bikar þeir myndu vinna og ég lofa ykkur að svarið yrði Stanley bikarinn.
Sjónvörpin standa sig vel, nú er að sjá prent og vefmiðlana fylgja á eftir.
Athugasemdir
Væri alveg til í að sjá leik 5.6 og tali nú ekki um 7 sýndan í beinni. Myndi nenna að vaka
Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.6.2011 kl. 20:43
Ég er að horfa á netinu. Vonandi að það fari ekki í framlengingu því ég ætti erfitt með að vaka svo lengi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.6.2011 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.