Í guðana bænum vakniði moggamenn

Og enn er ekki minnst á hokkí á íþróttafréttasíðu mbl.is. Þrátt fyrir að um stærstu keppni íþróttarinnar sé að ræða. Skammist ykkar íþróttafréttamenn blaðsins. Það tæki ykkur tvær mínútur að finna úrslitin og setja þau á síðuna og þið nennið því ekki eða hafið ekki áhuga. Og áður en þið segjið að ég geti bara gert það sjálf þá bendi ég á að það sé auðvitað óþarfi. Ég vakti í nótt til að horfa. En það gerðu það ekki allir og fólk ætti að geta fengið svona fréttir í sínu íslenska blaði og ættu ekki að þurfa að leita í erlend.

Fyrir þá sem áhuga hafa þá fór leikurinn 1-0 fyrir Vancouver Canucks með marki Lapierre í þriðju lotu svo staðan í einvíginu er nú 3-2 fyrir Vancouver. Næsti leikur er á mánudagskvöldið í Boston og Vancouver getur unnið bikarinn með sigri þá. Annars verður hreinn úrslitaleikur í Vancouver á miðvikudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Kananda-Krissý! Vonandi tekur þú mark á djúpþenkjandi Dylan eins og mér. Á þessu er sálfræðileg skýring. Þó þjóðhátíðardagurinn nálgist óðfluga hefur hitastigið varla náð 2ja stafa tölu á Klakanum. Mörlandanum dettur því ýmislegt annað í hug en að orna sér við ís-knattleik! Frekari útfærsla er væntanleg í doktorsritsmíð innan fárra ára.

 Með hlýlegum kveðjum

Ísmaðurinn (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 10:18

2 identicon

Æ Stína, ég ætla nú ekkert að fara að röfla í þér með'etta. Ég er alveg sammála þér um að íslenskir fjölmiðlar fjalla um alltof þröngt svið íþróttanna. En það eru til svo ótrúlega margar íþróttagreinar í heiminum að íslenskir fjölmiðlar geta ekki fylgst með stærstu keppnunum í þeim öllum. Þeir sem á annað borð hafa mikinn áhuga á t.d. hokkí eru mun betur hvort sem er að lesa úrslitin á netinu (enda þjóðin al-netvædd) en að vera að leita að þeim í undirmálsgerinum á milli fótboltafrétta í íslenskum fjölmiðlum! Þá fá þeir líka betri fréttir, betri analísur og oft krækjur á tengda hluti... Það eru ákveðnir kostir við það að kunna fleiri tungumál og hafa netið!

Þú hefur væntanlega ekki fundið mikið um HM í handbolta í kanadískum fjölmiðlum..ekki frekar en ég finn þá í ítölskum, enda dytti mér aldrei í hug að leita að slíkum úrslitum í þeim...mun betra að fara á netið! 

Rut (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 14:23

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já það þykir náttúrulega skrítið að hokkí skuli spilað í júní. Rut, það er rétt að Kanadamenn tala ekki mikið um handbolta en það er aðallega vegna þess að þeir vita ekki að hann er til. Þegar minnst er á handball þá halda þeir að það sé svona veggjatennist þar sem hendur eru notaðar (sem er til og er kallað handball). Hitt er annað mál að þegar ekki átti að sýna úrslitaleikikinn á ÓL í Kína (á netinu - þeir settu fullt í beinar á netinu sem ekki komst í sjónvarpið) þá skrifaði ég CBC (ríkissjónvarpinu þar) og kvartaði og þeir skelltu leiknum á. Það var sem sagt hlustað. Ég benti á að fjöldi manns byggi í landinu sem hefði áhuga á þessu og því væri rétt að sýna þetta.

Ég verð annars að segja að RÚV er algjörlega að klúðra málum núna með þess keppni undir 21 árs. Mér finnst allt í lagi að sýna leiki Íslands beint en þeir eru að sýna hina leikina líka og fresta öllu öðru sjónvarpsefni á meðan. Og svo þegar beinu útsendingarnar eru búnar þá eru þeir með samantekt á leikjunum. Ég hef gaman af fótbolta og spilaði hann sjálf eins og þú veist en þetta þykir mér of mikið. Maður getur ekki horft á annað í sjónvarpinu fyrr en um hálf tíu á kvöldin og þeir færa meira að segja fréttirnar fram. Það er ekkert íþrótt nema hún innihaldi bolta (nema formúlan - hún fær að fljóta með).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.6.2011 kl. 23:58

4 identicon

Eins og þú veist er ég alveg sammála þér með þetta með boltaíþróttirnar. Ég skil ekki heldur, á þessum stafrænum tímum, að rúv skuli ekki bara setja upp íþróttarás sem getur sinnt íþróttaútsendingum! það er hreinlega tuttugustualdarbragur á því hvernig þessum málum er sinnt...hehe!

Rut (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 07:53

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Stína, þetta er allt breytingum undirorpið. Einu sinni var ástandið varðandi NBA körfuna svipað hér og er með íshokkí núna. Formúlan var líka eitt sinn alveg óþekkt á Íslandi og netið ekki eins og það er í dag. Man að ég var einu sinni að reyna að horfa á formúluna gegnum RAI.

Sæmundur Bjarnason, 15.6.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband