Rómeó og Júlía Neolitíska tímabilsins

Mér finnst þetta alveg ótrúlega falleg mynd og rómantísk.

Á það er líka vert að benda að Mantova, þar sem beinagrindurnar fundust er aðeins um 40 kílómetra suður af Verona þar sem Shakespeare skapaðist sína frægustu elskendur, Rómeó og Júlíu. Hvert veit því hvaða sögu ungmennin á myndinni hafa að geyma. Kannski voru þau af fjölskyldum tveggja höfuðóvina og urðu að hittast í leynd! Og kannski gátu þau ekki lifað hvort án annars þannig að það sem lifði hitt af, tók eigið líf.

En kannski var sagan allt öðru vísi. Kannski þoldi þau ekki hvort annað og spaugsamur grafari ákvað því að láta þau hvíla saman í faðmlögum um alla eilífið (hvernig átti hann líka að vita að 5000 árum seinna færi einhver að grafa greyin upp). 

En æ, þau eru eitthvað svo falleg á að líta svona vafin saman. Ég vil trúa því að þarna sé á ferðinni eilíf ást. 


mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband