Morðhundar

Hvenær getur maður kallað einhvern morðhund án þess að vera hræddur um að vera saksóttur? Ja, ef maður hefur morðingja sem er hundur, þá ætti það að vera í lagi, ekki satt? Ókei, að öllu gamni slepptu, mér finnst alveg hræðilegt hversu algengt það er að hundar drepi lítil börn. Í gær las ég enn eina slíka fréttina, héðan úr nágrenninu. Fjórir hundar, einn fjárhundur og þrír Rottweilerhundar réðust á þriggja ára gamlan dreng og drápu hann. Í kjölfarið voru hin börn móðurinnar tekin af henni þar sem ekki þótt ljóst hvort hún hefði átt að vita hættuna af hundunum eða ekki. Sjálf átti móðirin tvo þessa hunda en hinir tveir (tveir fullorðnir Rottweilerhundar) voru gestkomandi. Rottweilerhundar eiga sök á rúmlega 16% allra hundaárása sem valda dauða, þótt þeir skipi aðeins 1,5% allra hunda í heiminum. Þetta er greinilega vel yfir skekkjumörkum. Fólki greinir á um hvort eigi að banna þær hundategundir sem valda mestum dauðsföllum. Utan Rottweilerhundanna eru það Pittbull hundar og Doberman, með German Shepherd og fleiri þar á eftir. Í Manitoba er nú þegar bannað hafa nokkrar tegundir hunda. 

Reyndar held ég að í mörgum verstu tilfellanna skipti hundategundin ekki öllu máli heldur hvernig farið hefur verið með hundinn. Í fyrra kom upp mál hér í Vancouver þar sem fjórir Rottweilerhundar réðust á tvo drengi og drápu annan en hinn slapp upp í tré. Við athugun kom í ljós að eigandinn var að þjálfa hundana til þess að verða varðhundar og gerði það með því að berja þá og svelta (gáfuleg aðferð eða hittó). Þeir voru  lokaðir inni í garði en ekki í búri og girðingin, þótt há, var bara ekki nóg til þess að halda þeim. Nú fyrir um þremur mánuðum réðst lögregluhundur á barn að leik í næsta garði. Sá hundur hafði verið þjálfaður til þess að ráðast á fólk (en ekki börn reyndar).

Ég myndi sjálf aldrei eignast Rottweiler, Doberman eða Pittbull og þegar ég fæ mér hund verður það líklega miðlungsstór hundur eða lítill hundur, en það er spurning hvort hægt sé að ganga svo langt að banna ákveðnar tegundir. Nær væri að hafa meira eftirlit með hundseigendum, en kannski er það útilokað.

 

En af því að ég er að tala um morð get ég bætt því við að í gær fannst enn eitt líkið af Indó-Kanadískri konu hér í Vancouver. Maður getur ekki að því gert að gruna manninn hennar eða fjölskyldu vegna þess að þetta er þriðja indó-kanadíska konan á nokkrum mánuðum sem er drepin. Og á undanförnum árum hafa verið ótrúlega mörg slík tilfelli. Í sumum tilfellum hefur verið sannað að eiginmaðurinn eða annar fjölskyldumaður hafi verið að verki, en í öðrum tilfellum hefur ekki tekist að finna morðingjann. Í engum þessa tilfella hefur komið í ljós að morðinginn hafi verið einhver ókunnur. Maður reynir að passa sig á að verða ekki fordómafullur og það ætti enginn að sakfella greyið manninn sem var að missa konuna sína án þess að hafa til þess sannanir en þegar konur finnast drepnar úr trúarhópum sem stunda heiðursmorð þá getur maður ekki annað en velt vöngum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, hvernig er hann?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 8.2.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Alltaf hafði mig grunaðað Chiuhuahua væru hættulegir. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.2.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband