Kona eða blökkumaður?

Þótt enn sé nokkuð í að Demókratar velji kandidat fyrir næstu forsetakosningar eru blöðin farin að fjalla töluvert um hvern þeir muni velja. Hingað til hef ég aðeins heyrt tvo nöfn, Hillary Clinton og Barrack Obama. Ef annað hvort þeirra verður næsti forseti Bandaríkjanna verður brotið blað í sögu þjóðarinnar  - fyrsta konan á forsetastóli eða fyrsti blökkumaðurinn.

Ég ætti auðvitað að styðja Hillary svo að kona verði valdamesti einstaklingur í heimi en ég hef ekki enn myndað mér skoðun á því hvort þeirra tveggja yrði betri forseti. Það sem ég hef séð og heyrt af Obama þykir mér gott og mér finnst hann að mörgu leyti betri kandidat. En ég á eftir að lesa stefnu þeirra beggja og hreinlega heyra meira frá þeim áður en hægt er að mynda sér skoðun. Annars skiptir það engu, ég fæ ekkert að kjósa þar.

Spurningin er kannski: Hvort eru Bandaríkjamenn meiri kynþáttahatarar eða karlrembusvín?

Annars er alltaf sá möguleiki í stöðunni að Repúblikanar sendi Condoleezzu Rice í slaginn fyrir sig og að næsti forseti verði þá svört kona. Nei, hvaða vitleysa í mér, það myndu Repúblikanar aldrei gera.

Þetta á eftir að verða spennandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband