Með mótor í puttunum

Í dag skellti ég saman öllum hálfskrifuðu köflunum í doktorsritgerðinni minni (svona að gamni til að sjá) og með línubili 1,5 voru þetta um 130 blaðsíður. Þannig að það gengur bara ágætlega að skrifa. Enda er ég búin að vera með mótor í puttunum að undanförnu og hef líklega skrifað um fjörutíu síður núna á síðustu dögunum, plús gengið frá tveimur greinum til birtingar og skrifað tvo útdrætti fyrir ráðstefnur. Nú er bara að vona að þessi vítamínssprauta (hvaðan sem hún nú kom) endist. En þar sem ég mun varla nota nema um helming af þessu í lokaútgáfu ritgerðarinnar er enn mjög langt í land. Þigg hvatningarorð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afram Stina :) Eg aetladi annars ad benda ther a bok til ad lesa eftir ad thu ert buin med Draumalandid. Bokin "Half Gone" eftir Jeremy Leggett aetti ad vera skyldulesning fyrir alla jardarbua..amk vesturheimsbua...eg garantera ad thu verdur enntha sjokkeradri eftir lestur thessarar bokar heldur en eftir draumalandid.

Rut (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sendi þér allan minn stuðning og góðar kveðjur! Vá, doktorsritgerð ... í hverju? Íslensku?

Kveðja frá Akranesi

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Hvatningu - svo sannarlega - þykir verst að hafa misst af fyrirlestrinum þínum um daginn. Svona er að vera afskekktur

Valdimar Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 17:17

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir hvatningarorðin öll þrjú.

Rut, ég mun tékka á þessari bók, en hvað meinarðu  með 'eftir að þú ert búin með Draumalandið'? Ég er löngu búin með hana.

Guðríður, ég er í námi í málvísindum, þannig að þú skaust ekki langt fram hjá. Þar að auki lærði ég íslensku í HÍ áður en ég fór út (reyndar löngu áður en ég fór út).

Valdimar, það hefði verið gaman að sjá þig og ykkur í MA. Ég er að vona (tókstu eftir framvinduhorfinu?) að ég komist heim í sumar í sjötugs afmæli mömmu og pabba og þá verðum við bara að hafa íslenskukennara og fyrrum íslenskukennara partý. Þú hefur ekki sungið 'Stína mitt ljúfa ljós' fyrir mig í langan tíma. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 22.2.2007 kl. 01:02

5 identicon

Eg leidretti mig her med...eg atti natturulega ad segja: Fyrst thu ert buin med Draumalandid

Annars aetti eg ad skola munninn minn uppur sapu, lutsterkri...talandi um ad vera farin ad litast af utlenskunni (i minu tilfelli, utlenskunum) eftir margra ara utlegd (vantar 2 vikur uppa ad thad seu 10 ar!) ..eg leyfi mer ad endurskrifa fyrra innlegg: Eg abyrgist ad  thu verdur enntha meira felmtri slegin eftir lestur thessarar bokar heldur en eftir lestur draumalandsins.

Guf minn godur, hvada islensku aetli eg se ad kenna einkasyninum! Hann er ekki efni i sigurvegara islenskuverdlauna reykjarvikurborgar! 

Ja og svo bara afram stina...og vonandi ad thu finnir hid goda lif eftir doktorinn! 

Rut (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband