Gamla myndin - 3ja ára afmælið

3áraafmæliðMér fannst tími til kominn að setja inn nýja mynd undir heitinu 'gamla myndin'. Sérstaklega af því að pabbi sendi mér í dag þessa mynd sem mér þykir ógurlega vænt um. Hún er tekin í þriggja ára afmælinu mínu.

Efri röð frá vinstri: Lilja Aðalsteinsdóttir, ég, Þorbjörg (Obba) Ingvadóttir, Ingibjörg (Imba) Ingvadóttir, Brynhildur Pétursdóttir.

Neðri röð frá vinstri: Ásta Knútsdóttir, Aðalsteinn Már Þorsteinsson, Pétur Björgvin Þorsteinsson, Ólafur Þorbergsson og, grenjandi, Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður á RÚV.

Við þetta má bæta að þessi rauði gítar sem ég fékk í þriggja ára afmælisgjöf var dýrgripurinn minn og eina leikfangið sem ég hef nokkru sinnum eignast sem ég vildi ekki lofa öðrum börnum að leika sér með.

Skemmtilegar annars þessar slaufur sem stelpur höfðu í hárinu á þessum tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábær mynd; get ímyndað mér að þetta hafi verið skemmtilegt afmæli!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2007 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

En æðislegt! Og slaufurnar yndislegar. Mig minnir að mig hafi langað óstjórnlega í svona gítar þegar ég var lítil. Til var pínulítið píanó (og reyndar stórt alvörupíanó sem ég var látin læra á) sem bætti svolítið fyrir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 23:21

3 Smámynd: Pétur Björgvin

Ég var víst hvorki þarna né siðar með slaufur í hárinu. Gaman að sjá þessa gömlu mynd, kveðja

Pétur Björgvin, 26.2.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Pétur, blessaður. Við höfum víst ekki talað saman í tuttugu ár eða eitthvað. Frétti af þér af og til í gegnum Akureyrargengið. Vona að allt sé súper hjá þér og þínum.

Hehe, þín slaufa var um hálsinn. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.2.2007 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband