Óskarinn

Jæja, þá er óskarinn hafinn og þegar búið að veita nokkur verðlaun. Reyndar er ekki búið að veita mörg verðlaun í aðal flokkunum en þó er búið að veita verðlaunin fyrir bestan leik karls í aukahlutverki. Sá óskar fór mjög verðskuldað til Alans Arkin. Ég er geysilega ánægð með það enda er hann frábær leikari og Little Miss Sunshine er dásamleg mynd. Ef þið eruð ekki búið að sjá hana þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það við fyrsta tækifæri. Happy feet fékk svo verðlaun fyrir bestu teiknimyndina í fullri lengd.

Jæja, ætla að fara og kíkja á hverjir fá hina stóru óskarana. Flestir virðast telja að Scorsese fái bestu leikstjórn fyrir Departed, Helen Mirren fái bestan leik konu í aðalhlutverki fyrir The Queen og að Forest Whitaker fái bestan leik karls í aðalhlutverki fyrir Last King of Scotland. Annað er ekki talið eins ljóst.

Annars kemur óskarinn alltaf af og til á óvart, þótt oft séu verðlaunin fyrirsjáanleg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband