Fátt kom á óvart

Flott. Eins og ég hef áður nefnt er Alan Arkin vel verður óskarsins og þótt ég hafi ekki séð Dream girls þá hef ég heyrt að Jennifer Hudson sé frábær þar.

Síðan þessi frétt var skrifuð hafa nokkur stóru verðlaunanna verið veitt og ekkert komið á óvart þar:

Besti leikur karla í aðalhlutverki: Forrest Whittaker (ég sárvorkenndi Peter O'Toole, átta tilnefningar og enginn óskar)

Besti leikur konu í aðalhlutverki: Helen Mirren

Besti leikstjóri: Martin Scorsese (loksins)

Og hver verður besta myndin? Best að ég geymi það að vista þessa færslu áður en ég veit það...

 

    THE DEPARTED

 

 Ég ætti kannski að sjá þessa mynd.


mbl.is Jennifer Hudson og Alan Arkin fengu Óskar fyrir aukahlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt ... það er fátt sem kom á óvart ... en mestu gleðitíðindin voru auðvitað að Scorsese fékk loksins Óskarinn. Alan Arkin var næstlíklegasti kandídatinn þannig að hann var smá óvæntur. Einnig að besta lagið skuli hafa verið úr An Inconvenient Truth en ekki Dreamgirls ... það var surprise, sem og besta erlenda myndin. Með allar þessar tilnefningar í öðrum flokkum þá hefði ég haldið að Pan's Labyrinth ætti sigurinn vísan, en þýska myndin vann. 

Skemmtilegt kvöld, Ellen stóð sig vel - alltof löng hátíð (eins og alltaf - bara gaman að því) og svo verður debattið skemmtilegt næstu daga... 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband