Lesið nú fréttina almennilega

Ég er búin að sjá að á mörgum bloggum er fólk að tala um oftúlkun Katrínar á þessum tölum og vísa þar allir í þessi 28% sem vilja sjá VG og Samfylkinguna saman í ríkisstjórn. Það er augljóst að þessir bloggarar, og margir þeir sem hafa síðan verið sammála þeim, hafa ekki nennt að horfa á viðtalið sem fylgir fréttinni. Þar kemur nefnilega fram að einnig var spurt beint út hvað flokk fólk vill sjá í ríkisstjórn og þar kemur fram að 64.5% kvenna og 55.7% karla (sem sagt tæp 60% allra) vilja sjá VG í næstu ríkisstjórn. Þetta er ekki nema um 0,3% lægra en hlutfall þeirra sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í  næstu ríkisstjórn. Og ég held að ef um 60% vilja VG í ríkisstjórn þá sé Katrín ekki að oftúlka neitt. Fólk ætti nú að reyna að skoða alla frttina áður en það fer að skammast svona. Hér getið þið séð grafið sem sýnt var í viðtalinu við Katrínu:

 

graf.

 

 


mbl.is Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband