Hættur við æfingar
17.3.2007 | 22:22
Það er vonandi að allt hafi farið að óskum hjá æfingu læknanema enda slíkar æfingar augljóslega mjög mikilvægar.
Það fór verr hjá lögrelunni í Vestur-Vancouver nú í vikunni þegar sett var á svið æfing til þess að handsama hættulegan glæpamann. Leikari var sendur á ákveðið svæði snemma að morgni þegar fáir voru á ferli og lögreglan fékk síðan lýsingu á manninum og átti að æfa handtökuna. Það fór hins vegar ekki betur en svo að mannræfill á leið til vinnu, sem svo illa vildi til að líktist leikaranum í klæðaburði og og líkamsburði, vissi ekki fyrr en vopnaðir lögreglumenn réðust á hann, handjörnuðu hann og öskruðu á hann í sífellu. Kom fram í fréttinni að manngreyið væri ekki enn kominn til vinnu sinnar enda sjokkeraður mjög. Lögregluyfirvöld eru líka hálfsjokkeruð á þessum mistökum en benda á að æfingar sem þessar séu mjög mikilvægar svo hægt sé að þjálfa lögreglumennina í öllu því sem koma gæti fyrir.
Læknanemar æfa viðbrögð við hamförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ, æ, æ!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:34
Já það geta verið hættur við æfingar, heldur betur.
Ungur maður, nátengdur mér lék sjúkling á svona æfingu fyrir nokkrum árum en m.a. átti hann að vera fótbrotinn. Æfingin var að vetri til og snjór úti og björgunarmennirnir þurftu að spelka ,,brotið". Til þess gripu þeir það sem hendi var næst, spelkuðu fótinn og hlúðu að manninum í snjónum þar sem hann þurfti að bíða lengi vel eftir áframhaldandi björgunaraðgerðum. En þeir höfðu ekki gætt þess að það sem þeir fundu til að spelka meint brot reyndist vera úr málmi og litlu mátti muna að verulega illa færi því hann kól og var lengi að jafna sig á eftir.
Ísdrottningin, 18.3.2007 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.