Forhúð eða ekki forhúð

Bíddu, er þetta Déjavu? Ég hélt ég hefði lesið þessa frétt fyrir tveimur mánuðum eða svo? Kannski var það einhver önnur stofnun þá, en ég var alla vega búin að lesa nokkurn veginn það sama.

Annars er ég komin að þeirri niðurstöðu að umskurður sé bara af hinu góða, svo framarlega sem hann sé framkvæmdur af réttum aðilum. Þetta er miklu hreinlegra dæmi þar sem engin forhúð er lengur til staðar til að safna sýklum. 


mbl.is WHO mælir með umskurn sem þætti í alnæmisvörnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Það má vel vera að umskurður sé ekki af hinu illa, en ég spyr: Hvers vegna eru ungabörn sem lenda í þessum ófögnuði ekki deyfð?  Ég myndi seint fyrirgefa foreldrunum fyrir að umskera mig sem ómálga hvítvoðung.

Sigurjón, 28.3.2007 kl. 18:24

2 identicon

Þetta er ekkert hreinlegra ef karlinn þrífur vininn samviskulega.

Það sama er að segja með einhverja ákveðna tegund krabbameins sem ég man ekki hvað heitir. Hún er ca. 5% algengari í mönnum sem ekki er búið að limlesta - en hægt að vinna gegn með eðlilegum þrifum. 

Þess að auki dregur þessi skæraleikfimi alla jafnan úr næmni kóngsins. Það eru reyndar til próf sem hægt er að gera á sjálfum sér (sé maður umskorinn) til þess að finna út hvort og hversu mikla næmni maður hefur misst. Alls kyns kreistingar og fettingar :P 

kv.  

-) Kári Geir (- (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:18

3 identicon

Það er hægt að finna kosti og galla við bæði.

Annars er ég almennt á móti því að þessi aðgerð sé framkvæmd á ungabörnum. Finnst aðgerðir á börnum eingöngu vera réttlætanlegar ef þær eru algjörlega nauðsynlegar fyrir heilsu barnsins. Umskurður er í 99% tilfella gerður vegna menningar- eða trúar sem er ríkjandi í samfélaginu og/eða fjölskyldunni. Nánast allir sem eru umskurnir eru Bandaríkjamenn, gyðingar eða múslimar. 

Nú veit ég ekki hvernig löggjöfin er hérna á Íslandi en mér finnst að umskurðir drengja ættu að vera ólöglegir rétt eins og umskurður stúlkna. 

Geiri (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sammála Geira.

Svo er annað í þessu dæmi þegar talað er um 50% smitlíkurnar. Vörum okkur á tölfræði og villandi fréttaflutningi:

Ef umskorinn smitar 50% minna en óumskorinn, þá detta líkur á því að smitast við samfarir við HIV smitaðann einstakling úr 18% í 9%?

Eða úr 24% í 12%?

Samræði við HIV smitaða, einhver? Þessi umræða er að sniðganga þá staðreynd að smit á sér samt stað og að smokkar eru óvart eina vörn gegn HIV við samfarir. Að biðja fólki að halda sig frá kynlífi (skírlífi) er ekki raunhæft því takmarkaður hópur hlustar á slíkt.

Þar fyrir utan eru aðrar smitleiðir HIV veirunnar, s.s. með notðuðum nálum sprautufíkla, blóðgjöfum við rangar aðstæður etc.

Umskurður hefur með öðrum orðum mjög takmarkaða getu til að ráðast gegn HIV smiti. Þar fyrir utan hef ég verið að lesa að þessar kannanir þurfi að endurtaka og gera nákvæmari.

Ólafur Þórðarson, 28.3.2007 kl. 22:41

5 identicon

<> 

Þetta eru gamlar fréttir, því að 2002 voru birtar niðurstöður rannsókna, sem bentu til hins sama. Ef þetta er ekki eitthvað bull úr múslimum, er að sjálfsögðu um að ræða upplýsingar sem geta komið að gagni í framtíðinni. Hins vegar er ódýrara og öruggara að gefa negrunum smokka.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband