Dómskerfið er djók

Þetta mál sýnir enn og aftur að dómsmál eru í köku á Íslandi. Það er sem sagt verra að taka myndir af konu til að niðurlægja hana og gera grín að henni, heldur en það er að taka mynd í þeim tilgangi að fróa sér! Ef einhver karl hefði tekið nektarmynd af mér hefði ég nú frekar viljað að hann héldi þeirri mynd innan veggjar eigin svefnherbergis en að hann færi með hana út sem einhvern brandara.

Hvernig er það, er einhver stjórnmálaflokkanna með áætlanir um bætt dómskerfi? Mér sýnist það vera með brýnni málum á Íslandi.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir að taka mynd af naktri konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ALGJÖRT DJÓK

halkatla, 28.3.2007 kl. 20:03

2 identicon

þú skilur greinilega ekki dómskerfið fröken, eins og fæstir Íslendingar gera. Málið er hreinlega það, að hér er það ákæruvaldið sem gerir mistök, kærir fyrir 209.gr hgl, og þessi verknaður á bara ekki undir þá grein.

Finnst það svo ósmekklegt þegar fólk er að hrauna yfir dómara, því að þeir dæma einungis eftir lögunum, og ákæru, eins og hún er sett upp.

Hr. lögfróður (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hr. Lögfróður. Má ég benda á að þegar ég segi að dómsmál séu í köku þá er ég ekki sérstaklega að ásaka dómara, ekki sérstaklega að ásaka lögin, ekki að ásaka neinn sérstakan þátt heldur hvernig kerfið virkar. Það má vel vera að það sé rétt hjá þér að hér sé um að ræða mistök ákæruvaldsins en í mínum orðabókum fellur ákæruvaldið undir dómsmál og dómskerfið. Þú ert kannski lögfróður en ég kann tungumálið ágætlega. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.3.2007 kl. 01:21

4 identicon

Ákæruvaldið fellur undir framkvæmdarvaldið þannig þér gæti varla skjátlast meira.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er að nota orðið dómskerfi á þann hátt sem almenningur notar það orð, ekki hvernig lögfræðingar nota það. Þið löglærðu verðið nú að fyrirgefa okkur óbreyttum að við notum kannski ekki alltaf rétt fagorð. Orðið 'kerfi' stendur fyrir 'skipulag', 'fyrirkomulag'. Þannig er 'skólakerfi' skilgreint sem 'það hernig skólamálum er fyrir komið í landinu'. Venjulegt fólk notar því orðið 'dómskerfi' sem 'það hvernig dómum og lögum er háttað í landinu'. Kannski ætti þetta að vera 'lagakerfið' eða 'réttarkerfið' eða hvað sem opinberlega er rétta orðið. En staðreyndin er nú samt sú að flestir ólöglærðir (við sem vitum ekki að ákæruvald fellur undir framkvæmdavald) nota orðið 'dómskerfið' til að tákna  allt heila klabbið sem við kemur lögum og dómum í landinu.

Og ef þið hefðuð lesið upphaflegu athugasemdina mína með opnum huga þá mynduð þið sjá að ég var eingöngu að segja að mér þætti eitthvað að þegar náungi fengi engan dóm fyrir það að taka nektarmyndir í óleyfi og sýna þær öðru fólki. Mér er skítsama hvaða hluti kerfisins klikkaði í þessu máli, við höfum óteljandi dæmi á Íslandi um það að kerfið virkar ekki eins vel og það ætti að gera. Það var alveg skýrt á máli mínu við hvað ég átti. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.3.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband