Hver dettur út í ædolinu?

Ég var að horfa á American Idol nú  þegar aðeins sex keppendur eru eftir. Þeir eru allir fantagóðir og sennilega hefur tekist rétt að velja topp sex hópinn. Alla vega held ég að enginn sem datt út hafi verið betri. Málið er hins vegar að keppnin er orðin algjörlega opin og ég held að úrslitin geti orðið hver sem er. Ég held ennþá að Melinda sé besti söngvarinn af þeim öllum en hún fær orðið harða keppni frá hinum sem verða betri og betri með hverri vikunni. Það er helst að LaKisha hafi látið nokkuð undan síga. Hún var frábær mjög snemma í þættinum en stendur núna nokkuð jafnfætis hinum fimm. Hún gæti fallið út á morgun.

Stjarna kvöldsins var án efa hin unga Jordin Sparks sem var alveg ótrúleg. Hún gæti farið alla leið. Hún hefur hæfileikana, útlitið og þar að auki er hún aðeins 17 ára þannig að hún fær ábyggilega einhver atkvæði út á það. Ég held hún muni veita Melindu harða keppni.

Strákarnir voru allir mjög góðir í  kvöld og eru orðnir mun betri en ég átti von á. Ég hélt að stelpurnar myndu stinga þá af snemma í keppninni en þessir þrír, Chris, Blake og Phil hafa unnið vel og uppskorið samkvæmt því. Þetta á eftir að verða mjög spennandi.

Verst er þó að  mér er eiginlega sama hver vinnur. Og það er alls ekkert skemmtilegt. Þetta var miklu meira spennandi í fyrra þegar ég átti mér uppáhald og fékk þar af leiðandi hnút í  magann í hverjum úrslitaþætti. Ég verð bara að spila gamla þætti með Taylor. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband