Vítakeppnir ekki góður kostur

Hvers vegna í ósköpunum láta þeir vítakeppni ráða úrslitum? Hér vestra er búið að afleggja vítaspyrnukeppnir og í staðinn er leikinn bráðabani, sama hversu langan tíma það tekur. Það er miklu skemmtilegra og enginn saknar vítakeppnanna. Í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni þurfti að leika sjö leikhluta áður en úrslit réðust, klukkan var orðin hálfeitt að morgni og allir dauðþreyttir en...vááá...ótrúlega spennandi.

Nú er að hefjast fyrsta leikurinn í annarri umferð NHL keppninnar. Vancouver leikur við Anaheim Ducks (sem hafa víst sleppt 'Mighty' úr nafninu) og það verður erfiður róður. Ég held að almennt sé litið svo á að endurnar eigi að taka þetta léttilega, flestir spá aðeins fimm leikjum. En hver veit, Vancouver hefur besta markvörð deildarinnar, frábæran þjálfara og býsna gott lið. Okkur vantar hins vegar góða markaskorara en þá vantar ekki í andaliðið. Endurnar spila hins vegar miklu harðari leik, eru stærri, þyngri og grófari. Þeir hafa fengið fimm daga hvíld en Vancouver spilaði seinast á mánudagskvöldið. Þeir eru því þreyttari en á hinn bóginn eru þeir æstir að spila eftir að hafa sigrað Dallas Stars í sjöunda leik. Helsti gallinn er að Anaheim hefur alla sína leikmenn heila en Vancouver misst tvö menn í fyrsta leik og alla vega tveir eru veikir. Ekki er enn komið í ljós hvort þeir eru nógu hraustir til að spila en ég mun væntanlega fá að vita af því innan örfárra mínútna.

Best að fara inn í stofu og hlusta á þjóðsöngvana. 


mbl.is Skautafélag Reykjavíkur Íslandsmeistari annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband