Að fara til hnykklæknis
26.4.2007 | 23:15
í lok janúar fór ég að fara til hnykklæknis. Það er nokkuð sem mig langaði aldrei að gera en í nóvember var ég á skíðasýningu niðri í bæ og þar var hnykklæknir að bjóða upp á einfalda mælingu þar sem maður stígur á tvær mismunandi vigtir (einn fótur á hvorri) og síðan er þyngdin á hvorum helmgini borin saman. Í ljós kom að ég var fjórtán pundum þyngri á annarri hliðinni en hinni (rúmum sex kílóum). Það er ótrúlega mikið. Þar að auki var mislægi á mjöðmunum þannig að hægri fóturinn liggur hærra en sá vinstri þannig að þó svo fótleggirnir séu jafnlangir þá byrjað þeir mishátt við mjaðmirnar og því kemur það þannig út að hægri fóturinn virkar styttri. Ég labba samkvæmt því. Að auki var mislægi í hryggjaliðium í baki og hálsi.
Þannig að ég ákvað á láta laga þetta því þetta veldur alls konar vandamálum. Fyrir tveimur vikum var ég viktuð aftur og í ljós kom að munurinn á milli hliða er nú aðeins tvö pund þannig að þetta er allt að koma. Og í dag var ég útskrifuð frá því að koma tvisvar í viku til þess að fara aðeins einu sinni í viku. Bankabókin mín er hrifin af þeirri ákvörðun.
Síðan ég fór að fara þetta hef ég ekki þurft að nota ofnæmislyf. Ég er enn oft stífluð í nefi en ekki nóg til þess að ég þurfi lyf við því lengur. Þetta er vegna þess að einn hryggjaliðurinn lá á taug sem lá yfir í nefið og gerði ofnæmið mun verra. Nú hefur verið létt á því og allt miklu betra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.