Sjálfsvorkunn

Enginn virðist vorkenna mér og enginn skrifaði falleg huggunarorð á síðuna mína eftir tapið hjá Vancouver. Og ég sem er svo sorgmædd í dag. Þegar maður er fátækur námsmaður þá hefur maður eiginlega ekki efni á neinu. Ég er búin að fara einu sinni í bíó á þessu ári, aldrei á tónleika... Ég hef eiginlega ekki efni á neinu skemmtilegu, sem er synd því hér er svo margt hægt að gera. Það sem ég hef gert mér til skemmtunar síðan ég kom til baka eftir jólin er að fara í göngutúr þegar ekki rignir og horfa á Canucks spila hokkí. Nú er búið að taka þá frá mér og þá eru bara göngutúrarnir eftir. Ekki sérlega skemmtilegt líf. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Ég biðst forláts á skeytingarleysi mínu. Samúðarkveðjur med det samme.

Hvað með skokk í stað göngutúra? 

Gísli Ásgeirsson, 4.5.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Gísli.

Ég fer út að hlaupa vegna hreyfingarinnar. En sama hvernig ég reyni, ég get ekki séð það sem skemmtun.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.5.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

En að fara að æfa lúdó, prófa bingó ... eða jafnvel línudans? Það er svo margt æðislega skemmtilegt sem hægt að gera ... dúllan mín. Já, og samúðarkveðjur! Það er svo langt síðan ég hef tekið stóra blogghringinn og því hef ég misst af síðustu færslum þínum. Treysti um of á stjórnborðið mitt ... að þangað komi allar færslur. Skal ekki klikka á þessu aftur. 

Guðríður Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 20:34

4 identicon

Ég tek undir með Gísla og biðst forláts á fjarveru stuðningskommenta frá mér.

Ég læt hjólið nægja og göngutúra ... svo púsla ég stundum

Hugg hugg kveðjur frá Akureyri!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Gurrí og Doddi. Gurrí, ég spilaði lúdó einhvern tímann fyrr í vetur og eins og mér fannst það nú skemmtilegt sem krakki þá var einhvern veginn allur sjarmur farinn. Bingó er hættulegt. Hér eru heilu indjánafjölskyldurnar gjaldþrota vegna þess að Bingó er eina skemmtunin á verndarsvæðunum og þetta er jú fjárhættuspil. Línudans... En þú hefur auðvitað alveg rétt fyrir þér. Það er fullt af skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera. Málið er að finna þá sem kosta lítið eða ekkert. 

Doddi, mamma og pabbi segja mér að það sé búið að gera alveg frábæran göngustíg í Glerárgilinu, hjá gömlu stíflunni. Ég vek athygli á að þar er lítill og skemmtilegur hellir sem ég elskaði sem krakki. Ef þú átt litla grísi skaltu endilega taka þá þangað. Ef þú átt enga þá geturðu tekið frúna þangað eitthvert kvöldið með teppi og búið til einn lítinn grís. End bíddu eftir myrkri því ef þarna er kominn stígur þá eiga ábyggilega margir leið þarna fram hjá. En það er varla mikið myrkur á Íslandi þessa dagana. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.5.2007 kl. 06:06

6 identicon

Takk fyrir þessar upplýsingar Kristín ...

Ég hef gengið þarna að einhverju leyti en ekki farið niður að ánni ... heldur bara gengið malbikaða stíginn. Ef ég finn þennan helli þá mun ég hiklaust nota hann til grísa-gerðar en dætur Veigu minnar eru nú 10 og 12 ára og öll fjölskyldan mun flytja til mín síðari partinn í júlí. Við stefnum svo á að fjölga ... (hellirinn kemur vel til greina ... spyr Veigu að þessu ... )

Bestu kveðjur út, dúlla, hafðu það yndislegt!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 12:08

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk Auður. Ég held að sjálfsögðu með Ottawa núna en það er ekki alveg það sama eins og að halda með heimaliðinu. Þar að auki er þjálfarinn ykkar ekki nálægt því eins sætur og okkar og því finnur maður ekki lengur þessa sælu sem fæst í hvert skipti sem myndavélinni var snúið að Canucks bekknum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.5.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband