Ţurfum ađ losna viđ Stephen Harper
5.5.2007 | 19:03
Ég hef akkúrat ekkert álit á Stephen Harper og ég vona ađ fljótlega ţurfi ađ bođa til nýrra kosninga. Reyndar er hinn svokallađi Frjálslyndi flokkur, sem líkastir eru framsóknarmönnum (miđju flokkur sem sveiflast í allar áttir), ekki sérlega trúverđugur heldur en stóđ sig ţó miklu betur en íhaldsmennirnir. Ţegar ég flutti fyrst út til Kanada var Jean Chretien forsćtisráđherra landsins og hann var býsna slunginn stjórnmálamađur. Hann var ţolanlega vinstrisinnađur, gáfađur og sanngjarn. Ég átti reyndar erfitt međ ađ hlćja ekki ađ honum en hann var ađ hluta lamađur í andliti og ţegar ţađ bćttist viđ franska framburđinn hans (hann er frá Quebec) hljómađi hann einfaldlega svo hrikalega hlćgilega. Ég veit ađ ţetta var ljótt af mér, en ţegar spilađar voru upptökur međ honum í morgunfréttunum, og ég nývöknuđ, ţá veltist ég um af hlátri. Ég skammast mín hrikalega. Á hinn bóginn hafđi ég mikiđ álit á honum sem stjórnmálamanni. Paul Martin, sem tók viđ af honum, var allt annar handleggur, miklu hćgrisinnađri, mun meira í rassinum á Bush, og opnađi hann leiđ íhaldsins ađ valdastóli. Nú hefur flokkurinn kosiđ nýjan leiđtoga, Stephan Dion, annan frans-kanadískan, og ţađ virđist einfaldlega hafa dugađ betur fyrir frjálslynda ađ hafa leiđtoga frá Quebec. Trudeau, t.d. er enn tilbeđinn sem guđ og er ţar á stalli međ hokkíleikurunum Maurice Richard og Wayne Gretsky. Dion er hins vegar umdeildur og ég veit ekki hvort hann nćr ađ sameina kjósendur nóg til ţess ađ velta Harper-stjórninni.
Annars myndi ég kjósa NDP (New Democratic Party) ef ég hefđi kosningarétt. Ţeir stjórnuđu Manitoba ţegar ég bjó ţar og stóđu sig geysilega vel. Ţeir hafa hins vegar ekki nćgilegt fylgi á landsvísu til ađ ógna stóru flokkunum tveimur hćgra megin viđ ţá. Ţađ veldur ţví ađ kjósendur NDP kjósa vanalega Frjálslynda í ríkisstjórnarkosningum ţví ţeir vilja ađ atkvćđi sitt gildi. Sama á viđ sósíalista og grćningja. Ţađ ţýđir ađ enginn ţessa flokka nćr verulegu flugi í ríkisstjórnarkosningum sem er ástćđa ţess ađ stóru flokkarnir tveir ná um sjötíu prósentum, sameiginlega.
Annars eru sjtórnmálin í Kanada mjög sérkennileg ţví hver flokkur er eins og margir flokkar ţegar á heildina er litiđ. Frjálslyndi flokkurinn er til dćmis miđjuflokkur í landsmálapólitíkinni og er ţar mótvćgi viđ íhaldsflokkinn. Hér á Bresku Kólumbíu, hins vegar, er sami frjálslyndi flokkur hćgra megin og berst ţar viđ demókrata sem er vinstri flokkur. Íhaldsmenn mćlast ekki hérna. Í Manitoba kusu flestir frjálslynda í ríkisstjórnarkosningum en í fylkiskosningum fékk frjálslyndi flokkurinn ađeins einn mann, en valdabaráttan stóđ á mili demókrata og íhaldsmanna.
Annađ óţolandi atriđi viđ kosningar hér eru einmenningskjördćmin. Ţađ skapar ógurlegt ójafnvćgi. Í síđustu kosningum fékk NDP t.d. 17.44% atkvćđa á landsvísu en ađeins 29 sćti. Bloc Québécois, hins vegar, sem eingöngu býđur fram í Quebec fékk ađeins 10.46% atkvćđa á landsvísu (öll í Quebec) og 51 sćti. Ţeir fá sem sagt nćstum tvöfalt fleiri sćti en NDP ţrátt fyrir ađ hafa ađeins 2/3 af fylginu. Ţađ er vegna ţess ađ í Quebec voru ţeir svo oft stćrsti flokkurinn og fengu ţví svo marga menn. Fylgi NDP dreifist svo mikiđ ađ ađeins tuttugu og níu sinnum fengu ţeir mest fylgi. Ég er mun hlynntari kosningakerfinu á Íslandi.
![]() |
Ríkisstjórn međ hjálpardekk |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.