Vantrú á Sjálfstæðismenn

Þeir sem halda að auglýsing Jóhannesar hafi verið aðalástæðan fyrir því að svo margir strikuðu yfir Björn trúa því greinilega að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki frjálsan vilja og að þeir geri bara það sem þeim er sagt. Ég játa að ég hef stundum þá skoðun á Sjálfstæðismönnum en að þeir skuli sjálfir hafa þessa skoðun á kjósendum sínum er ótrúlegt.

Ég get ekki ímyndað mér að neinn hafi strikað yfir Björn af því að Jóhannes sagði honum það. Þeir sem strikuðu yfir hann hljóta að hafa eitthvað á móti karlinum.

Reyndar tel ég hugsanlegt að sumir sem voru á  móti Birni en ætluðu ekki að strika yfir hann vegna þess að vanalega hafa útstrikanir engin áhrif, hafi gert það nú þar sem þeir trúðu því að aðrir myndu gera svo líka. Á þann hátt gæti auglýsingin hafa haft áhrif.  

Ég verð hins vegar að segja að mér þótt auglýsingin ósmekkleg og ég vil ekki sjá Ísland stefna í sömu átt og Bandaríkjamenn þar sem persónulegar árásir leyfast í kosningabaráttu. Það sama á við um auglýsingu Framsóknarmanna gegn Steingrími (hvað ætli Birni hafi þótt um þá auglýsingu?). Það sama átti við um heilsíðuauglýsinguna gegn Ólafi Ragnari á sínum tíma. Ég ætla að vona að þeim sem þótti ein þessara auglýsinga ósmekkleg þyki þær allar ósmekklegar því þær eru allar af sama meiðinum. 


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband