Rökfræði

Á morgun er próf í rökfræði. Ég hef ekki farið í próf síðan ég var í BA náminu hér í den. Nei, annars, það er bölvuð lygi í mér. Ég tók auðvitað próf í Kennó þegar ég tók Kennslu- og uppeldisfræðina. Síðasta prófið þar var veturinn 2002. Þannig að þetta eru nú bara fimm ár eða svo. Ég þarf reyndar ekki að taka þetta próf á morgun því ég sit bara í rökfræðikúrsinum en tek hann ekki (það þýðir að ég fæ engar einkunnir og engar einingar en læri jafnmikið og allir aðrir). En það er ágætt aðhald á sjálfan sig að taka prófin. Svona rétt til að sjá til þess að maður lesi námsefnið. Enda sit ég í kúrsinum til að læra meira í rökfræði en ekki vegna þess að mig vanti einingar.

Við erum núna í setningarökfræði, sem væntanlega er auðveldasta rökfræðin. Hún getur reyndar orðið svolítið ruglandi ef setningar eru langar. Dæmi:

Ef Carol er maraþonhlaupari og Bob er ekki latur og Albert er heilbrigður þá hlaupa þau öll reglulega.

Lausnin sem ég gef þessu er svona:

((M & ˜L) & H) -> ((C & B) & A) 

Þetta ætti að vera rétt. 

Hvað með þessa:

Ef Albert hleypur reglulega ef annað hvort Carol eða Bob gerir það, þá er Albert heilbrigður og Bob er ekki latur

Vill einhver spreyta sig? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband