Um vit og fegurð!
23.6.2007 | 18:11
Bull og þvæla. Ég á þrjá eldri bræður og það eina sem þeir hafa kennt mér er að fara með dónalegar vísur. Stórefa að þeir hafi orðið greindir af því.
Þessir þrír voru reyndar oft látnir passa mig þegar ég var lítil og mamma sagði mér að í raun hafi það bara verið Geiri sem bar ábyrgðina (sá í miðjunni). Haukur (sá elsti) var of latur, og Gunni (sá yngsti) var of mikið fiðrildi. Grey miðjubarnið varð því að skipta um bleyju á litlu systur, mata hana, leika við hana og sinna á allan hátt - aleinn. Hann hefur örugglega orðið greindur af því - alla vega góður pabbi. Reyndar sagði hann við mig oft og mörgum sinnum þegar ég var unglingur að ég hefði verið ofsalega skemmtilegt barn þar til ég byrjaði að tala.
Annars man ég eftir tvíburasystrum sem útskrifuðust frá MA nokkrum árum á undan mér. Þegar önnur þeirra dúxaði sagði hin: Já, hún systir mín fékk vitið en ég fékk fegurðina!!! Spurningin er, hvor fæddist á undan?
Elsta systkinið gáfaðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur Elísabet.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.6.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.