Játningar miđaldra málfrćđings

Doddi klukkađi mig í gćr og af ţví ađ ég get ekki skorast undan játningunum ćtla ég hér ađ setja fram 8 sannar fullyrđingar, en ég verđ samt ađ hryggja fólk međ ţví ađ ég ćtla ekki ađ klukka neinn áfram af ţví ađ ég ţoli ekki keđjubréf og ţvíumlíkt og sendi ţau aldrei áfram (nema helst ef ţau lofa ást innan fjögurra daga).

1. Ég er međ ofnćmi fyrir fiski ("What! an Icelander allergic to fish" er algengasta setningin sem ég heyri í Kanada).

2. Ég ćfđi skíđi í tíu ár og ţótt ég hefđi unniđ fjöldamörg mót á ţeim tíma (varđ bikarmeistari ţegar ég var sextán ára og Akureyrarmeistari í nokkur ár) náđi ég aldrei ađ vinna Íslandsmeistaratitilinn. Varđ alltaf stressuđ og datt eđa skíđađi illa á Íslandsmeistaramótum og unglingameistaramótum. 

3. Íţróttir eru áhugamál númer eitt tvö og ţrjú. Fyrir utan ađ hafa ćft skíđi, fimleika, frjálsar íţróttir, og fótbolta hef ég einhvern tímann á lífsleiđinni keppt á gönguskíđum, í handbolta, golfi, víđavangshlaupum, blaki og ultimate, og mér til gamans stundađ hokkí og klettaklifur.

4. Ég hef veriđ međ fleiri Kanadamönnum en Íslendingum (vona ađ mamma sé ekki ađ lesa ţessa fćrslu).

5. Ég hef tvisvar sinnum veriđ rćnd (í Danmörku og á Íslandi) og einu sinni hefur veriđ ráđist á mig úti á götu (á Spáni).

6. Ég stunda klettaklifur og samt er ég ógurlega lofthrćdd.

7. Ég bjó í fjögur ár međ heimspekiprófessor og vann engar rökrćđur (né rifrildi) á ţeim tíma - ekki einu sinni ţegar ég hafđi rétt fyrir mér. 

8. Ég á ţrjá eldri brćđur, níu brćđrabörn og yndislega foreldra. Mér finnst ég ákaflega heppin međ fjölskyldu ţótt ég hefđi viljađ gefa mikiđ fyrir ađ eiga systur. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Játningar konunnar frá Kanada.  Hm.. nú hringir mamma ţín og tekur á ţig ţriđju gráđu. Takk fyrir skemmtilega fćrslu.

P.s. Hví kallar ţú ţig miđaldra? Ég er miđaldra og hef sterklega á tilfinningunni ađ ég eigi meiri rétt á ađ kalla mig ţađ en ţú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 17:27

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Miđađ viđ međallíftíma er ég miđaldra. Ţađ er, á miđjum aldri (37). Ég setti ţetta nú reyndar bara inn af ţví ţađ stuđlađi svo vel viđ málfrćđingur og ég gat ekki sagt "játningar mjós málfrćđings" án ţess ađ ljúga. Kannski ég hefđi átt ađ segja "játningar mćđulegs málfrćđings".

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.7.2007 kl. 17:33

3 Smámynd: Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir

Svona krakki eins og ţú hefur heilmikla lífsreynslu miđađ viđ listann ţinn. Mér var sagt frá ţví ég var pínuponsukrakki ađ fólk yrđi ekki löglega miđaldra fyrr en 50 ára! Ţađ eru nákvćmlega 13 mánuđir í ţađ hjá mér. Ţangađ til ćtla ég bara ađ njóta ţess ađ vera ung skutla.

Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:58

4 identicon

Elsku Kristín - ég biđst afsökunar á ţessu klukki, en ţakka ţér samt fyrir svörin. Frábćrt ađ kynnast ţér ögn nánar međ svona játningum. Sjálfur er ég anti- á svona keđjudćmi, en gaf ţessu séns hér. Hefđi ađ öllum líkindum gert bara eins og ţú - sagt átta atriđi um mig án ţess ađ klukka neinn, en ţađ kom prakkari upp í mér ... og... what's done is done

Hef ekki búiđ međ heimspekiprófessor, en ég kannast viđ ţađ ađ eiga í erfiđleikum í rökrćđum og "rifrildum" viđ ţannig spekinga! Frá 1996 hef ég veriđ í JCI og stór ţáttur í ţví lífi er rćđumennska og ţjálfun í rćđumennsku. Ég hef veriđ leiđbeinandi í rćđumennsku síđan 1997 og ţađ er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ ţađ hjálpi mér svolítiđ í rökrćđum viđ marga ađila. Ég met ţađ mikils. Ef nćsta ást ţín verđur heimspekiprófessor, ţá skaltu bara borga undir mig miđa til Kanada og ég tek ţig í crash course (er ţađ rétt ađ segja?) í rćđumennsku

Bestu kveđjur frá Íslandi,
             D.

p.s.
Ég hef veriđ rćndur í Mallorka  og á Íslandi - og einu sinni var ég barinn í miđbć Reykjavíkur... 

Doddi - Ţorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráđ) 13.7.2007 kl. 01:01

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Auđur mín. Mér finnst ţú hreinlega verđir ađ jafna metin hvađ varđar fjórđa liđ. Og helst ađ tvöfalda töluna.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.7.2007 kl. 05:22

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég gleymdi einu: Doddi, ekkert ađ afsaka. Ţarna fékk ég tćkifćri til ţess ađ segja frá einhverju sem ég hefđi annars ekki sagt frá.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.7.2007 kl. 05:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband