Miklar tekjur

Ég mætti í bíó um korteri yfir sex í gær, til þess að sjá myndina klukkan sjö. Þegar við komum inn í bíóið sáum við gríðarlega langa röð og vorum nú viss um að við myndum þurfa að sitja á fremsta bekk af því við værum svo aftarlega í röðinni. En nei, þetta var þá ekki röðin fyrir okkar sýningu, heldur fyrir sýninguna klukkan hálfátta. Búið var að hleypa inn í okkar sal. Sem betur fer þurftum við samt ekki að sitja á fremsta bekk, en líklega var það fjórði eða fimmti bekkur. Mér finnst reyndar ágætt að sitja framarlega. Þá þarf ég ekki að setja upp gleraugun. Bíóin hljóta reyndar að fá alveg ótrúlegar auglýsingatekjur frá svona vinsælum myndum því byrjað var að sýna auglýsingar klukkan hálfsjö og þær héldu svo áfram þar til tuttugu mínútum yfir sjö þegar myndin byrjaði. Hér eru auglýsingar vanalega um tuttugu mínútur inn í sýningartímann þannig að það kom ekkert á óvart.

Ég er þegar búin að skrifa minn dóm um myndina (ekki mjög faglegan dóm samt sem áður) og mun ekki endurtaka hann hér. Ef einhver vill lesa hann þá finnið þið hann hér

Verð að koma öðru máli að. Mikið rosalega hefur Starbucks staðið sig vel í að kynna nýju plötuna með Paul McCartney. Áður en myndin byrjaði, og áður en flestar auglýsingarnar byrjuðu, var sýnt nýja myndbandið við Dance tonight, sem er reyndar alveg ferlega fyndið myndband. Ég hef, hins vegar, hvorki fyrr né síðar séð heilt myndband við lag á undan bíómynd. Reyndar kem ég vanalega mjög seint í bíó þannig að kannski er þetta algengara en ég held, en samt...


mbl.is Mikil aðsókn að Harry Potter og Fönixreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Kr.

Ég er sammála þér um gæði myndarinnar. Hún er ekki nærri eins góð og fyrstu tvær myndirnar. En ef þú hefur endalaust gaman af tölvugrafík og brellum, er myndin sjálfsagt fín, en mér fannst vanta mikið í söguþráðinn, ásamt heildarsamsetningu hennar. Leikaraflóðið er jú frábært og eftir að hafa séð Equus á sviði í London, hækkuðu Richard Griffiths og Daniel Radcliffe mikið í áliti hjá mér sem leikarar. Sérstaklega Richard Griffiths sem var stórkostlegur í hlutverki geðlæknisins. Enda vann hann TONY-verðlaunin og verið tilnefndur til London Critics Circle Film Awards og BAFTA sem besti leikari í aðlalhlutverki fyrir leik sinn í The History Boys. Hann hefur samt sagt að hann hafi alltaf hatað útlit sitt: "I've always hated the way I looked..."

Gunnar Kr., 13.7.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Eigðu góðan dag í dag

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband