Stína og dularfullu moskíturnar

Ég kom heim frá því að spila ultimate um tíu leytið í gær. Ég horfði á hálftíma þátt af After bite á bitin var kláðinn farinn að minnka og ég fór aftur að sofa. Ég var rétt að ná að festa svefn þegar ég heyrði kunnuglegt suð í kringum höfuðið á mér. Ég rauk á fætur, kveikti á lampanum og hóf leit að kvikindinu. Það var sem sagt moskíta í herberginu. Eftir um hálftíma fann ég hana og drap. Hún kramdist á veggnum en eftir var bara skilinn flattur flugnabúkurinn en ekkert blóð. Þetta var áhyggjuefni því það þýddi að þetta var ekki flugan sem var búin að vera að bíta mig. Vanalega þegar flugurnar hafa komist í mannablóð eru þær fullar af blóði og skilja því eftir sig blóðklessur þegar maður fletur þær. Þetta þýddi sem sagt að það voru fleiri flugur á ferli. Ekki þýddi að halda áfram að leita því ég var búin að fara yfir allt svo það eina sem ég gat gert var að fara að sofa. Í þetta sinn tók ég samt fram það sængurver mitt sem ekki var utan um sængina, og notaði það sem sæng. Það var aðeins of heitt en samt betra en að fá fleiri bit. Ástæðan fyrir því að flugurnar náðu  mér fjórum sinnum áður en ég varð vör við þær var sú að fyrst ég svaf ekki með sæng þá náðu þær að bíta mig í neðri helminginn. Þegar maður er undir sænginni verða þeir að koma að höfðinu til að stinga og þá heyri ég í þeim. Sniðugar flugur en ég er sniðugri. ég fer sem sagt aftur að sofa, með sængurverið ofan á mér, flugnaspaðann við höndina (á tímabili svaf ég með flugnaspaðann í annarri hendinni og

Spurningin er hins vegar: Hvaðan komu þessar fjandans flugur? Einu gluggarnir sem voru opnir voru stofuglugginn og eldhúsglugginn og þeir hafa báðir flugnanet. Aðrir gluggar voru lokaðir. Hurðin stóð aldrei opin nema rétt á meðan ég fór inn í íbúðina enda ólíklegt að þær hefðu komið inn með mér því þær hefðu þurft að komast inn á ganginn og svo skjótast aftur inn með mér þegar ég opnaði hurðina inn í íbúðina. ég hef ekki heyrt til þess að moskítur felist í fötum og bíði svo til myrkurs með atlögu. Hvaðan komu þær? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, ég sendi þvílíka pöddusamúð til þín að það er engu lagi líkt ... Mikið eigum við gott að hafa ekki moskító hér á Íslandi. Annars er ég í Kanada-sjokki eftir að hafa lesið pöddugreinina þína. Vinkona mín sem býr í miðbæ Rvíkur og hefur gróðursælan og skjólgóðan garð segir að hún sé iðulega bitin af alls kyns kvikindum og er hætt að kippa sér upp við það. Hér við sjóinn þrífst eiginlega ekkert nema fiskiflugur og þær eru dýrindis-sushi fyrir kettina.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Eins dásamlegt land og Kanada er nú þá er það rétt að skorkvikindin eru alveg ótrúlega pirrandi. Ég man ekki hvort ég minntist á það í pöddugreininni en í Alberta og á sumum stöðum hér í BC (í Okanagan dalnum ofl.) eru líka svarta ekkjan, og svo (ekki padda) skröltormar. Við erum nú laus við það hér í Vancouver og þetta fannst heldur ekki í Manitoba. Flestar slöngutegundir í Kanada eru hættulausar.

Á hinn bóginn getur maður séð alveg yndisleg fjórfætt dýr eins og og dádýr, elgi, birni, úlfa, sléttuúlfa, íkorna, jarðíkorna, fjallageitur og fjallakindur, vísunda...og svo önnur ekki eins yndisleg dýr eins og skungka, greifingja og fjallaljón (sem ég hef aldrei séð sem betur fer - ég er hrikalega hrædd við þau eftir að ég heyrði af ljóni sem veiddi skíðakonu og át hana). 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband