Hræðilegar fréttir

Guð minn góður. Við skulum vona að allir hafi lifað af. Þetta eru hræðilegar fréttir.

P.S. Eftir að ég skrifaði þetta var fréttinni breytt og nú hefur komið fram að fjórir meðlimir áhafnarinnar komust allir af.  


mbl.is Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í sjónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

visir.is segir að enginn hafi slasast.  Guði sé lof

Hulda (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir. Mikið er gott að heyra það.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jón, þeir eru búnir að breyta fréttinni. Þegar ég skrifaði um hana stóð að enn væri ekki vitað hvort einhver slys hefðu orðið á mönnum. Það eina sem þeir vissu þá var að vélin hefði farið í sjóinn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2007 kl. 20:12

4 identicon

Áhöfnin komst af, ómeiddir samkvæmt fréttunum.  Það ber að þakka.

En þetta minnti mig óþyrmilega á annað þyrluslys Landhelgisgæslunnar í Jökulfjörðum fyrir tæpum 34 árum.  Allir fjórir flugliðar gæslunnar um borð fórust, þar á meðal  Þórhallur Karlsson flugmaður, sem hafði viku áður horfið frá eftir margra daga  árangurslausa leit að föðurbróður mínum sem fór niður með bát sínum fyrir austan land. 

Bautasteinar hversdagshetjanna eru því miður sjaldnast reistir nema í hugum þeirra sem minnast þeirra með þakklæti.

kolbrunsig (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Kolbrún, þetta er alveg rétt hjá þér. Við gleymum hetjunum okkar allt of oft. Fólkinu sem leggur líf sitt í hætt til þess að bjarga öðrum. Þetta er fólk eins og þyrluflugmennirnir okkar, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og svo allt það fólk sem notar frítíma sinn í björgunaraðgerðir, þ.e. Landsbjörg, Hjálparsveit skáta, og fleiri slíkar sveitir. Við þurfum að gera meira til að sína þakklæti okkar.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband