Fyndnasti þáttur ársins: Victoria kemur til Ameríku

Ég villtist inn á þáttinn Victoria Beckham: Coming to America og ég sé sko ekki eftir því. Þetta var alveg hrikalega fyndinn þáttur. Hún er svo ótrúlega snobbuð og fín með sig að ég hafði stórkostlega gaman af að horfa á hana undirbúa flutning fjölskyldunnar.

Fyrst þegar hún mætti á svæðið sagðist hún hafa svo ótrúlega mikið að gera að næstu daga yrði hún algjörlega á fullu. Næsta skot sýnir hana liggjandi í sólbaði við sundlaugina.

Svo kemur nýráðin aðstoðarkona í viðtal. Victoria segir henn að það væri gott ef hún mætti snemma á morgnana ef ske kynni að "ég þyrfti á þér að halda, eða David þyrfti á þér að halda, eða strákarnir þyrftu á þér að halda, eða hundurinn þyrfti á þér að halda, eða mamma og pabbi þyrftu á þér að halda, eða ef bara einhver þyrfti á þér að halda." Stelpan spurði hvort hún ætti að þjóna David líka. "Nei, af hverju?" spurði Victoria, "finnst þér hann aðlaðandi?" "Nei nei", sagði stelpugreyið, "ég meina, hann er ekkert ljótur". Þið hefðuð átt að sjá svipinn sem Victoria sendi henni.

Svo fór Victoria út að keyra. Löggan stoppaði hana og í ljós kom að hún var ekki með löglegt ökuskírteini til að keyra í Bandaríkjunum svo hún varð að fara í ökupróf. Reyndar fannst henni verst að ljósmyndararnir náðu myndum af henni í flatbotna skóm. Hún hafði áður sagst fremur vilja deyja en að fara út í flatbotna skóm. Í prófinu var hún alltaf að tala við aðstoðarkonu sína. Henni var sagt að hún mætti það ekki, annars yrði hún felld. "En ég var bara að spyrja hana hvort hárið á mér væri í lagi!" Þegar myndin var tekin af henni fyrir skírteinið spurði hún hvort væri hægt að nota airbrush á myndina til að laga hana aðeins til.

Þegar allt er klappað og klárt og fjölskyldan væntanleg ákvað Victoria að fljúga til Evrópu og sækja liðið sitt svo þau gætu öll komið til landsins saman. Nema hvað, svo koma þau David á flugvöllinn, og engir strákar. Ætli þeir hafi gleymt börnunum?

Í bílnum á leiðinni heim sagðist hún hlakka hrikalega til þakkagjörðarhátíðarinnar. "They serve lots of pretzels which they mix together and then serve up". Hef aldrei heyrt þakkagjörðarhátíðinni þannig.

Síðasta atriðið sýndi aðstoðarkonu Victoriu kyssa hundinn hennar. Victoria lítur þóttalega á og segir: Ég myndi ekki gera þetta, hann étur skítinn úr sér!  Flottur endir. Frábær þáttur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Þennan þátt verður að kaupa hingað. Ég mun beita mér í málinu :)

Er hægt að sjá þetta einhvers staðar á netinu? 

Gísli Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 07:48

2 identicon

Hvar sástu þennan þátt, þetta er must að sjá

dee (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið langar mig að sjá þetta, firringin í öllu sínu veldi, dásamlegt skemmtiefni! Takk fyrir að segja frá þessu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Dee, þetta var í sjónvarpi hér vestanhafs í gærkvöldi. Við skulum treysta þess að Gísli fái þáttinn til Íslands. Hann hefur góð sambönd. Gísli, veit ekki hvort þetta er finnanlegt á netinu en væri ekki hissa. Auður, einmitt. Mér fannst líka fyndið að hún komst ekki inn í skartgripaverslun fyrir ljósmyndum en svo gat hún farið inn í kynlífsverslun algjörlega óáreitt. Gurrí, verði þér að góðu. Ég ætlaði ekki að horfa fyrst en þetta var of fyndið. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 15:25

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er nú orðið svolítið sorglegt þegar fólk er farið að þjóna hundum ríka fólksins.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.7.2007 kl. 15:43

6 identicon

Sá einhversstaðar að það væri hægt að sjá þáttinn á Youtube. Ég ætla allavegna að tékka á því þegar ég kem heim. Algert must að sjá þetta!

LKS (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:48

7 identicon

Þátturinn verður á Stöð 2 fimmtudaginn 2. ágúst

Íris (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:58

8 identicon

Bíð spenntur hérna megin ... ! Ég hef séð atriðið þegar hún harmaði það mest af öllu að hafa verið tekin á flatbotna skóm, en ef allur þátturinn er svona ... þá get ég ekki trúað því að hann verði langlífur. Maður getur ekki endalaust tekið við vitleysunni, eða er það?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 17:46

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Doddi, ég held að það hafi verið hætt við að gera seríu um Victoriu og að þetta verði bara þessi einu þáttur. Alla vega las ég eitthvað í þá áttina fyrir mánuði eða svo.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:32

10 identicon

Þennan þátt verður að kaupa hingað. Ég mun beita mér í málinu :)

Er hægt að sjá þetta einhvers staðar á netinu? 

Már Högnason (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:36

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er víst hægt að sjá þetta á YouTube og þar að auki segir Íris hér að ofan að þetta verði sýnt á Stöð 2, 2. ágúst. íslendingar þurfa því ekki að bíða of lengi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband