Að grínast eða ekki að grínast - það er spurningin
17.7.2007 | 15:54
Ég sá í morgun að margir bloggarar telja að Victoria hafi verið að grínast í þættinum. Ég held að það sé rétt að hún hafi stundum verið að grínast, en einhvern veginn finnst mér þó að í heild sinni hafi þátturinn sýnt hana í nokkuð réttu ljósi. Kannski vegna þess að hún virðist ekki nógu góður leikari til þess að þetta hafi verið meira og minna grín hjá henni. Og hvers vegna segi ég það? Í upphafi þáttarins þegar Victoria kemur fyrst til Bandaríkjanna þarf hún að ganga í gegnum hóp af ljósmyndurum sem taka myndir af henni. Þegar hún er komin inn í bíl segir hún eitthvað um að þeir hafi greinilega vitað af ferðum hennar, en bættir svo við - í gríni: "En kannski voru þeir bara að bíða eftir einhverri annarri. Kannski er von á Madonnu eða eitthvað." Þessi lína varð góður samanburður á annað og miðað við hversu ósannfærandi hún var þegar hún sagði þetta þá finnst mér ólíklegt að allt hitt hafi verið grín.
Þátturinn var almennt mjög skemmtilegur á að horfa og ég verð að segja að ef þetta var eitt grín frá upphafi til enda þá verð ég að klappa fyrir henni. Þá hefur hún frábæran húmor. En einhvern veginn þykir mér líklegra að hún sé bara lítil dekurrófa. En það er nú bara mitt álit byggt á því sem ég hef séð frá henni í gegnum árin. Þekki greyið ekki neitt.
Ef þið viljið lesa nánar um þáttinn þá bloggaði ég um hann í gær á meðan ég horfði. Það má lesa hér.
Sjónvarpsþáttur Victoriu sagður sjálfsdýrkunarsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Híhí konan er ekki svona djúp að hún búi yfir margslungnum og djúpum húmor. Man eftir að hún lét reka starfsmann á Heathrow vegna þess að Louis Vutton (eðahvaðhannnúheitir eða hún) töskurnar hennar týndust og hún þurfti að hringja MARGOFT og lenti Í ROSALEGU ÁLAGI út af töskunum sem voru örugglega MEÐ HVERJA SPJÖR sem hún átti innanborðs. Svona fólk beinilínis snýr við í mér maganum.
Linkaði á þig út af fyrri færslunni um kjéddlinguna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 16:51
Ég held þú hafir rétt fyrir þér. Takk annars fyrir hólið á síðunni þinni.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 18:35
Ég er viss um að hún er að grínast og að hún hafi þennan fræga breska húmor.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.7.2007 kl. 20:39
Common! Hún er svo greinilega að fíflast..."there are a few girls here that go out without there nickers on..I don't know why they do that " . Sést líka á "aðstoðarstúlkunni" að hún er með í leiknum.
Hef lítið verið upptekin af þessari konu, bara séð myndir af frekar fýlulegri en sætri stelpu. Eftir að hafa horft á þetta á youtube sé ég fyrir mér hressa og þrælheillandi konu sem hefur húmor fyrir sjálfri sér og lífinu.
Guðrún (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 21:34
Ég vona að þið hafið rétt fyrir ykkur. Það væri miklu betra fyrir hana. Hún hefur alltaf pirrað mig svo mikið að kannski er ég hlutdræg hér. Athgylisvert samt ef hún er að grínast því það er svo fínt í það farið að það er ekki gott að vita hvort er. Og Ameríkanar munu pottþétt ekki ná því. Er því ekki viss um að þetta sé gott fyrir ímynd hennar í hinu nýja landi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 17.7.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.