Gleðifréttir

Bláberjatímabilið er hafið. Ég keypti í gær tæpt kíló af bláberjum á aðeins 360 krónur. Það er aðeins um 60 krónum dýrara en tæpt hálft kíló kostaði í síðustu viku. Var búin að borða tvær slíkar dollur (eða voru þær þrjár?) og nú getur bláberjaátið hafist fyrir alvöru. 900 grömm af stórum, safaríkum bláberjum bíða mín í ísskápnum.

Það skal þó tekið fram að þótt berin séu góð þá jafnast þau ekki á við aðalber og aðalbláber úr Þorvaldsdal í Eyjafirði, enda var langafi minn Frímann Þorvaldsson úr Þorvaldsdalnum, svo og faðir hans Þorvaldur og hans faðir Þorvaldur og hans faðir Þorvaldur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu að útlend bláber eru jafnvel betri en bláberin úr uppáhalds "týnistaðnum".  Kaupi amerísk bláber dýrum dómum hér þar sem ber af öllu tagi eru mitt sælgæti þar sem ég er sykursjúk.  Bon apitit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband