Kotasæla og Cantaloupe

Ef ykkur finnst kotasæla góð og ef ykkur finnst melóna góð, þá er fátt betra en að nota kotasælu sem ídýfu fyrir melónuna. Þetta á ekki svo vel við vatnsmelónu—aðallega hunangsmelónur og cantaloupe (þessar appelsínugulu). Þegar ég bjó í Winnipeg borðuðum við Tim, minn þáverandi, oft slíkt góðgæti í morgunverð (og ofnristað brauð með smjöri). Þá var melónunni skipt í helminga, ruslinu hent út og melónan síðan skorin í bita innan í hýðinu þannig að allt kjötið var enn á sínum stað en var nú laust svo hægt var að borða það með gaffli. Kotasælan var síðan sett innan í miðjuna og þá fékk maður alltaf nóg af kotasælu með hverjum bita. Súper alveg. Og frábær morgunverður (eða síðdegissnakk) á heitum sumardegi.

Annars eru vatnsmelónur frábærar þessa dagana. Sérstaklega þessar minni sem ég veit ekki hvað kallast. Ég er búin að stúta nokkrum svoleiðis upp á síðkastið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg melónur.  Er búin að gefast upp á að kaupa melónur.  Fyrir utan vatnsmelónurnar sem eru ók hér á landi.  Bæði hunangs og hinar appelsínugulu eru glerharðar.  Óþolandi.  Hefði haldið að það væri kominn tími á kvalité á ávexti á Íslandi.  En óekkí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mmmmm, mangó á ristað brauð. Það hljómar virkilega vel. Mér finnst mangó einmitt alveg einstaklega gott. Jenný, æ æ, ég hafði ekki hugsað út í þetta með melónurnar á Íslandi en þegar ég lít til baka man ég einmitt eftir því að þegar ég var heima fyrir tveimur sumrum keypti ég melónu og hún var óæt. Melónur eru mjög viðkvæmar og þurfa helst að vera á nákvæmlega réttu þroskastigi svo maður geti borðað þær. Ávextir eru meðal þess sem stundum gerir önnur lönd betri en Ísland.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.7.2007 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband