Uppsafnað rusl og hundaskítur

Bæjarstarfsmenn eru komnir í verkfall og bráðum fer rusl að hlaðast upp hjá manni. Ruslakarlarnir áttu að koma á morgun svo ég er nú þegar komin með vikugamalt rusl. Vanalega fer ég ekki út með ruslið fyrr en kvöldið áður en þeir koma að sækja það því greifingjum finnst gott að borða úr ruslatunnunum og þá velta þeir þeim vanalega á hliðina og rífa svo í sundur pokana þannig að rusl liggur út um allt. Af því að það eru þrjár íbúðir í húsinu og aðeins ein tunna þá er tunnan vanalega full á hverjum rusladegi. Fólk hefur verið hvatt til þess að loka pokunum vel og geyma inni hjá sér þar til verkfall leysist en við sem búum í litum íbúðum höfum nú ekki beinlínis pláss til að hlaða upp rusli. Síðast þegar bæjarstarfsmenn fóru í verkfall stóð það í þrjá mánuði! Þannig að nú þarf ég að leggjast á bæn og biðja um að verkfallið leysist sem fyrst.

Þess má líka geta að þeir sem eiga bíl geta keyrt ruslið á ákveðna hauga, en við hin sem engan slíkan grip eigum erum bara illa sett. Annars gæti ég kannski farið með ruslið í strætó. Ég myndi ekkert lykta verr en margir þeir heimilislausu sem stundum nota vagnana. 

Ég hugsa stundum um það sældarlíf sem hundar og kettir á góðum heimilum eiga. Liggja og sofa, borða mat, skreppa út og leika sér, láta klappa sér... En stundum er ég ákaflega fegin að ég er ekki hundur. Í dag þegar ég var að fara út í þvottahús (sem er í kjallaranum en ég þarf að ganga inn í það bakvið hús) var hundur að skíta á grasinu við gangstéttina. Eigendur hans voru sem betur fer löghlýðið fólk og konan tók upp skítinn og setti í poka. Þegar ég var að koma til baka úr þvottahúsinu var annar hundur á sama stað og þessi var að þefa af grasinu þar sem hinn hafði skitið. Það var þá sem ég var ánægð með að vera ekki hundur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hér er uppástunga.  (Veit ekki hversu raunhæf.)  Taktu ruslið þitt, pakkaðu því í pappír, og sendu í pósti til yfirmanns sorphirðumála.  Spurning hvort það virki?

Einar Indriðason, 24.7.2007 kl. 09:31

2 identicon

Ég er líka feginn að vera ekki hundur

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 11:29

3 identicon

Ekki má nú undan líta,
úti á túni hundinginn,
Bush er búinn að skíta
og bæta í ruslabinginn.

Ofnýtti elskhuginn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Einar, þetta gerði einmitt herra Monk í samnefndum þáttum. Hehe, var búin að gleyma því.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.7.2007 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband