Þvílík vonbrigði

Rétt sem snöggvast hélt ég að farið væri að selja íslenska sælgætið í vesturátt og slefaði ógurlega við tilhugsunina um að geta keypt íslenskan lakkrís og aðrar slíkar dásemdir hér úti í búð. En nei, það er bara verið að selja þetta til Danmerkur. Hefur ekki alltaf verið hægt að kaupa eitthvað af íslensku nammi í Skandinavíu? Ég var alla vega í Svíþjóð fyrir nokkuð mörgum árum og þar var hægt að kaupa ópal og tópas og íslenskt súkkulaði í lítilli hornbúð. Jæja, ég verð víst að halda áfram að njóta þess þegar einhver sendir mér íslenskt nammi. Jafnvel þótt það þýði vanalega sælgætisfyllerí þar sem ég klára allt á nokkrum dögum.
mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Það er morgunljóst að það þarf að fara að kenna fólki í heiminum að meta almennilegan lakkrís, þetta gengur ekki að íslendingar í útlöndum fái ekki almennilegt sælgæti!!!  Er ekki best að ná þeim ungum?  Nú þarf þá bara að fara að troða börn heimsins full af eðallakkrís.  Þetta ætti nú bara að vera efst á lista í alþjóðapólitíkinni og hana nú.

krossgata, 11.8.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Algjörlega sammála krossgötu. Það er hreinlega mannréttindabrot að halda almennilegum lakkrís frá fólki. Og já, ná liðinu í barnæsku.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband