Til hamingju með afmælið mamma
17.8.2007 | 05:24
Móðir mín elskuleg er sjötug í dag. Ég trúi því eiginlega ekki því hún er svo ungleg. Lítur varla út fyrir að vera sextug, hvað þá sjötug. Ég vildi að ég gæti verið hjá henni á þessum stóra degi en úr því gat ekki orðið svo ég verð að láta nægja símtal og kveðjur hérna á vefnum. Vona að þið sameinist öll um að senda henni falleg hugarskeyti.
Mamma og pabbi hafa alltaf verið dásamlegir foreldrar. Auðvitað rífumst við mamma stundum en við erum fljótar að fyrirgefa hvor annarri og hún og pabbi eru án efa meðal minna bestu vina. Ég hef alltaf getað leitað til þeirra þegar ég á í vandræðum. Þau hafa líka alltaf stutt mig í öllu sem ég geri og ég held að þau hafi sjaldan vantað þegar ég var að keppa á skíðum, í frjálsum eða öðrum íþróttagreinum. Þau eru einmitt svona foreldrar sem gera allt fyrir börnin sín, og það er ekki bara ég sem hef fengið að njóta góðmennsku og gjafmildi þeirra. Ég er viss um að bærður mínir segðu hið sama, þótt stundum hafi barnabörnunum verið spillt aðeins og mikið. En er það ekki það sem afar og ömmur eiga að gera?
Ég set inn tvær myndir með þessari færslu. Annars vegar mynd af mömmu og ömmu og hins vegar mynd af mér og mömmu frá síðustu áramótum.
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína. Mín stelpa hún María á líka afmæli í dag. Eðaldagur fyrir eðalfólk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 05:52
Hæ Stína mín og til hamingju með hana mömmu þína....ég þarf nú að senda henni kveðju líka...ég lít stundum inná bloggið þitt...og hef mjög gaman af að lesa það...en hef aldrei látið í mér heyra..enn og aftur takk takk og haltu áfram á sömu braut...það er svo gaman að fylgjast með hvað er að gerast í vesturheimi hjá þér og fleirum :o)
kveðja
Rósa Imbu-Obbu og Dídó mamma
Rósa María Tómasdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:31
Skrýtið hvað maður staldrar við þegar fólk gefur sér tíma til að tala um mömmur!
Yndilslegt fyrirbæri, og fallegt að lesa færsluna þína.
Það er ekki sjálfgefið að eiga mömmu-eintak og ættir þú því að njóta og þakka fyrir hvern einstakan dag.
Innilega til hamingju með hana mömmuna þína....
Valdís
Valdís (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 17:56
Blessuð!
Tial hamingju með hana mömmu þín. Vorum að koma frá henni úr þessari fínum og skemmtilegu veislu.
Kveðja
BH
bernharð haraldsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 18:15
Til hamingju, það er svo gaman að les bloggið þitt.
jonina
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 18:54
Og ég bjó í Kanada í 7 ár!! Love Vancouver sem er fallegasta borg í heiminum!!
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 18:55
Nágranna-hamingjuóskir
Regina B. Þorsteinsson, 17.8.2007 kl. 20:00
...úpps ætlaði að vera innskráður sem ég sjálfur, sendi bara aftur hamingjuóskir úr Þverholti 10 eða þannig sko
Pétur Björgvin, 17.8.2007 kl. 20:01
Innilega til hamingju með mömmu þína!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:46
Takk kærlega öll sömun fyrir kveðjurnar. Þær skipta mig miklu máli. Ég talaði við mömmu aðeins í gær eftir að fyrsti hluti veislu var búinn og hún var í skýjunum. Fannst rosalega gaman í veislunni sinni enda mætti svo gott fólk.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 18.8.2007 kl. 15:04
Síðbúnar afmæliskveðjur frá mér. Ég veit að afi og amma eru fyrir norðan og verða a.m.k. til morguns. Það er líka alveg rétt hjá þér, hún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 60. Svona er þetta með afa líka. Hann lítur út fyrir að vera minnst 10 árum yngri en hann er. Þetta hlýtur að vera eitthvað í ættinni...
Sigurjón, 18.8.2007 kl. 22:06
Við Etienne skutumst norður á föstudaginn og nutum þess að vera hjá mömmu þinni og pabba í afmælisveislunni og svo var boðið upp á gistingu um nóttina. Við vorum einmitt í eldhúsinu á milli veisluhluta, þegar þú hringdir.
Svo kom seinni veisluhluti og ég spilaði í þeim báðum, mamma þín og pabbi tóku sporið... nema hvað?
Bestu kveðjur til þín kæra frænka! Það hefði verið gaman að hafa þig hjá okkur.
Gunnar Kr., 20.8.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.