Vitlaus kerling

Ég var að koma heim úr skólanum í dag með strætó (eftir að hafa hjálpað tveimur kennurum mínum að flytja) og þegar strætóinn ætlaði að beygja inn Blanca varð hann að stoppa því það var búið að setja upp umferðakeilur til að stoppa umferðina. Neðar í götunni sáum við kyrrstæðan strætó svo og brunabíl. Það virtist sem ein rafmagnslínan sem heldur strætó gangandi (þeir tengjast rafmagnslínum í loftinu) hafi slitnað. Það var ljóst að strætó gæti ekki keyrt niður þessa götu á næstunni og af því að það var ekki langt heim til mín þaðan þá fór ég bara út úr vagninum og gekk heim.

Ég labbaði niður með götunni og gat því séð skemmdirnar vel en það sem var merkilegast, og er ástæða þessa skrifa, sá ég þegar ég nálgaðist umferðakeilurnar hinum megin við staðinn. Þar var líka búið að loka á umferð en stuttu áður en ég kem að keilunum kemur kerlingarálft á stórum bíl, hægir á sér við keilurnar, og keyrir svo bara yfir eina þeirra, og dregur hana með sér undir bílnum. Hún gat vel séð slökkviliðsbílinn og strætisvagninn á miðri götu. Það var engin leið að komast fram hjá. Og það var enginn staður sem hún gæti hafa átt erindi á sem hún gat ekki komist á með því að beygja niður á Tolmie í staðinn. En kerla keyrði bara inn götuna og  var loks stoppuð af slökkviliðsmanni sem gargaði alveg vitlaus á hana að það væri ástæða fyrir því að búið væri að loka götunni og hún skyldi hundskast á burt. Hún maldaði greinilega eitthvað í móinn því hann hélt áfram að reyna að útskýra fyrir henni að hún gæti bara ekki keyrt yfir umferðakeilur eins og ekkert væri. Svo skipaði hann henni að snúa við en hún hélt nú ekki. Það tók nokkurn tíma áður en sneri loks til baka. Ég greip keiluna með mér og labbaði með hana á sinn stað enda á leiðinni. En mikið rosalega getur sumt fólk verið heimskt og tillitslaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, það er til ótrúlega mikið af fólki sem er einfaldlega fífl.

Sigurjón, 17.8.2007 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband