Ennþá verkfall

Nú hefur verkfall ruslakarla staðið yfir í 36 daga og ekkert rusl hefur verið sótt á þeim tíma. Borgin hefur gefið leyfi fyrir því að setja rusl í garðtunnurnar (tunnur sér ætlaðar fyrir garðúrgang, eins og hey, greinar, lauf, o.s.sfrv.). Ég gat því hreinsað úr ísskápnum það sem farið var að skemmast og notaði líka tækifærið og keypti ávexti í salat (hafði ekki getað gert það því ég vildi ekki sitja uppi með allt flusið.) Ég hef því ekkert rusl inni í húsinu núna en endurvinnslan hefur safnast upp. Og þetta þarf allt að vera flokkað. Í einu horni eru fimm vikur af dagblaðinu, í öðru annar blaðaúrgangur, í því þriðja dósir, flöskur og þvíumlíkt. Og þetta er ekki stórt eldhús. Mikið hlakka ég til þegar þessu verkfalli lýkur.

Bókasafnsfræðingar eru líka í verkfalli en það hefur svo sem ekki haft nein áhrif á mig enda liggur UBC utan borgarinnar og þar eru bókasafnsverðir við vinnu. Og ég nota aldrei borgarbókasafnið hvort eð er, bara háskólasafnið. Sama má segja um félagsmiðstöðvarnar sem einnig liggja niðri vegna verkfalls borgarstarfsmanna. Eitthvað sem ég nota aldrei.

Það er sem sagt bara ruslið sem hefur áhrif á mig. Var ég annars búin að segja ykkur að stöðumælavörðum var ekki leyft að fara í verkfall. Þeir töldust nauðsynleg þjónusta rétt eins og lögreglan og slökkviliðið. Borgin mátti auðvitað ekki missa af þeim fjármunum sem skapast við ólöglegar lagningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mongoqueen

Jeminn ekki myndi ég vilja að ruslakarlarnir færu í verkfall hérna heima, væri meira til í að stöðumælaverðirnir tækju uppá því að skreppa í verkfall

mongoqueen, 24.8.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Í fyrsta lagi Stína, þá þekkti ég þig ekki í kommentakerfinu áðan og hugsaði: Hm.. who´s this woman?? Hehe! Það á að banna með lögum að ruslakarlar fari í verkfall.  Stórhættulegt heilsufarsvandamál getur skapast.  OJ

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.8.2007 kl. 19:10

3 Smámynd: Sigurjón

Það er merkilegt að ruslakarlar megi fara í verkfall en ekki stöðuverðir.  Hins vegar er ég á því að það sé miklu betri kjarabarátta að halda áfram að mæta í vinnuna (til að fá launin áfram), en gera einfaldlega lítið sem ekkert og það sem unnið er, verði gert illa.

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 00:18

4 identicon

opinberum stofnunum er nú lokað ef ræstitæknar leyfa sér að fara í verkfall ... á þá ekki bara að senda fólk að heima ef ruslakallar fara í verkfall ... ekki að það sé gerlegt sko bara varð að segja eitthvað heimskulegt á móti þessu öllu annars er ég sammála síðasta ræðumanni ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband