Vélin er að farast!!!!

Eitt af því sem við gerðum okkur til skemmtunar í Boeing safninu var að taka myndir. Ekki af flugvélalíkunum og svoleiðis heldur af okkur sjálfum að fríka út af hræðslu (lesist: í ímynduðum flugslysum - ekki fallega gert, ég veit það). Eftirfarandi myndir eru hluti af langri syrpu (en ég fékk bara sendar þær sem hafa mig inná) og eru teknar af Einari, nema sú sem hefur hann inná—sú mynd er tekin af Alex. Takk fyrir að senda mér myndirnar Lína.

 Ég er að missa stjórn á flugvélinni og við erum að hrapa.

Af því að þessi mynd er lítil sést ekki hræðslan í augnaráðinu. En stelling Línu segir allt sem segja þarf.
Bendi á að ljósið  fellur undarlega á vissan líkamshluta minn!  Hef samt mestar áhyggjur af því að ég er eitthvað svo bolluleg á þessari mynd.

  Hjálp, ég kemst ekki út og vélin er full af snákum!!!
 
Hér gleymdum við okkur og fórum að hlæja.
 
Ég fékk sendar tvær myndir í viðbót en ég virkaði svo feit á þeim að ég skammaðist mín. Ætti kannski ekki að vera í hettupeysu.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Flottar myndir

Ásta Björk Solis, 6.9.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk. Vona að Einar sjái þetta og taki hólið til sín.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 7.9.2007 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband