Enn einn leikarinn

Ókei, ég hef alltaf sagt ykkur frá því þegar ég sé þekkta leikara út af götu og ég hef ákveðið að hætta því ekkert þótt ég sjái sjálf að það er svolítið hallærislegt. Leikarar eru ekkert merkilegri en annað fólk og því ætti ég kannski ekkert að blogga um það þótt ég sjái einn og einn úti á götu, en af því að ég blogga nú stundum um það að ég fari út að borða með vinum eða að ég fari að klifra þá er þetta ekkert öðruvísi.

Um daginn fór ég í kaffi með Eydísi sem hér býr og við vorum einmitt að tala um það hvernig maður sér stundum þekkt fólk úti á götu. Á leiðinni heim gekk ég fram hjá veitingastað og sá þá einn leikara sitja við gluggann. Hann er einn af þessum sem maður hefur séð í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum án þess að vita kannski hvað hann heitir. Ég vissi ekkert hvað hann hét og gat ómögulega munað neina sérstaka mynd með honum svo ég gat ekki einu sinni flett því upp. Þá gat ég ekki einu sinni verið viss um að þetta hafi verið hann því ég sá hann svo sem ekki vel.

En núna áðan gekk ég fram hjá sjónvarpinu sem var í gangi en með hljóðið skrúfað niður því ég var að hlusta á plötu með Doc Watson. Var þá ekki þessi náungi á skjánum. Svo ég ýtti á upplýsingatakkann á lyklinum og sá að verið var að sýna Men in Trees, framhaldsmyndaflokk sem...tekinn er upp í Vancouver. Ég gat þá verið viss um að ég sá rétt og ég gat flett upp á nafninu. Náunginn heitir Abraham Benrubi og hefur m.a. leikið í Bráðavaktinni. Held að ég hafi fyrst séð hann í þáttunum Parker Lewis can't loose sem ég sá stundum þegar ég bjó á Gamla Garði. 

Set inn mynd af náunganum svo þið vitið um hvern ég er að tala.  

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú hrædd um að ég kannist við hann þennan, en hefði ekki getað unnið mér það til lífs að muna nafnið hans.  Takk fyrir pistla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 07:09

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vá, hvað hann er orðinn grár, unglingurinn eins og ég man hann. En tókstu ekki mynd sjálf ...?

Berglind Steinsdóttir, 7.9.2007 kl. 07:27

3 Smámynd: Mummi Guð

Hahaha ég man eftir honum síðan hann lék í Parker Lewis can't loose. Hann hefur elst töluvert síðan þættirnir voru sýndir, á meðan hef ég ekkert elst!

Mummi Guð, 7.9.2007 kl. 17:58

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Já, aumingja drengurinn. Í hvaða ógurlegu tímavél hefur hann lent, greyið, á meðan við Stína erum bara „eins og venjulega“ ?

Gunnar Kr., 8.9.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband