Imbinn minn

Í sumar fékk ég mér stafrænt sjónvarp og vegna sérstaks tilboðs fékk ég þriggja mánaða aðgang að öllum níuhundruð og eitthvað rásunum (um helmingur þessa stöðva eru útvarpsrásir). Nú eru þessir þrír mánuðir liðnir og ég er dottin niður í grunnstöðvarnar, svipað og ég var með síðastliðinn vetur (hef þó enn útvarpsrásirnar). Ég veit að það er ekki gott að horfa of mikið á sjónvarp hvort eð er en ég er samt fremur sorgmædd núna. Það er ekkert í sjónvarpinu og ég sem hefði vel getað hugsað mér að eyða sunnudagskvöldi fyrir framan imbann. Í staðinn ætla ég að vinna og sjá hvort ég geti ekki klárað þessa grein sem ég hef verið að vinna að. Ekki eins skemmtilegt en óneitanlega gagnlegra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband