Ný sjónvarpstíð hafin

Síðari hluti september er vanalega sá tími þegar sjónvarpsstöðvarnar koma með nýtt sjónvarpsefni, hvort sem er nýir þættir í gömlum seríum eða glænýjar seríur. Þetta hefur glatt mig ákaflega og í þessari viku hef ég séð nýja þætti frá Law & Order:SVU, Shark, Without a trace, Ghost Whisperer og Ugly Betty. Ég veit að Supernatural kemur til baka í næstu viku, svo og Desparate housewifes, en hins vegar eru þættirnir um Veronicu Mars búnir að vera. Það er mikil synd því þeir þættir voru með því besta í sjónvarpinu.

Í kvöld sá ég líka nýjan þátt, Moonlight, og satt að segja er ég ekki viss um að ég muni horfa á fleiri þætti í þeirri röð - nema ef vera skyldi vegna þess að það má alveg horfa á aðalleikarann. Þetta er þáttur um einkaspæjara sem er...og haldið ykkur nú...vampíra! Jebb, ég er ekki að ljúga þessu. Minnir þetta eitthvað á Angel og Buffy? Í fyrsta þættinum er kona drepin og tvö tannför finnast á háls hennar. Vampírur borgarinnar óttast þetta mjög því þær vilja að sjálfsögðu ekki að fólk fari að trúa á vampírur og setja þannig líf tegundarinnar í hættu. Mín spá er sú að þetta verði ekki langlífir þættir. 

Fyrr í vikunni sá ég annan nýjan þátt sem var mun skemmtilegri. Sá heitir Reaper og er dökkur grínþáttur. Hann fjallar um ungan mann sem kemst á því á tuttugu og eins árs afmælinu sínu að áður en fæddist seldi foreldrar hans djöflinum sál frumburðar síns. Nú á hann sem sagt að vinna fyrir djöfulinn við það að finna sálir sem sloppið hafa úr helvíti, og senda þær aftur niðurávið. Þetta var þrælfyndinn þáttur og lofar ágætu. 

Já, það verður athyglisvert að sjá hvað sjónvarpsstöðvarnar koma með í þetta skiptið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mæli með góðri bók og göngutúr 

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 29.9.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þegar maður er í skóla og þarf að lesa og skrifa allan daginn þá þarf maður smá pásu frá bókum. Göngutúrar eru góðir en í rigningaríki eins og Vancouver eru þeir ekki alltaf góður kostur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:02

3 identicon

Mér líst ansi vel á þessa Reaper -þætti. -- Takk fyrir þessa færslu, Kristín.

(hefurðu eitthvað orðið vör við nýju þættina Bionic Woman, Journeyman og Chuck?) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:32

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég horfði á Chuck í gær og hafði gaman af. Hina þættina hef ég ekki séð. Er nokkuð viss um að ég muni ekki fylgjast með Bionic woman, nema þeir þættir verði á tíma þegar ekkert er horfandi á. Hafði ekki heyrt um Journeyman en mun tékka á þeim.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.9.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband