Leikarinn Stína

Nú er leiklistarferill minn að hefjast. Búin að fá hlutverk í bíómynd!!!!!

Nei, ég er ekki að grínast en kannski að ýkja pínulítið. Núna áðan fékk ég hringingu frá náunga að nafni Al. Hann vinnur við bíómynd sem mun að litlum hluta gerast á Íslandi. Svo þá vantar Íslendinga til að tala inn á myndina - búa til svona bakgrunnshljóð. Kona í klúbbnum hafði gefið upp nafnið mitt og ég mun vera fulltrúi íslenskra kvenna í myndinni. Þeir voru búnir að finna einn karlmann en vantaði annan svo ég hringdi í Hall og bauð honum vinnu (fyrir þeirra hönd). Svo framarlega sem Hallur þarf ekki að vera heima með dóttur sína á morgun þá erum við sem sagt upprennandi leikarar núna. Veit ekki hver sá þriðji er. Náunginn nefndi nafnið en ég skildi nú ekki alveg hvað hann var að reyna að segja!

Frekari fréttir á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju, mundu svo eftir mér bloggvinkonu þinni þegar þú verður fræg.

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til hamingju og njóttu þessa og reyndu að hafa gaman af því. Metnaður og viðurkenningarþörf spillir fyrir.  Metnaður er einskis metinn og sjáldnast er fólk virt að verðleikum í þessum bransa, nema rétt á meðan það er að skila pródúksjón valjúinu.  Taktu þessu því ekki of hátíðlega.

Heilræði frá gömlum bransaref.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2007 kl. 00:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

It´s only a movie.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2007 kl. 00:12

4 identicon

Til hamingju,en hvar verður Íslenski hlutinn tekinn upp?.

Jensen (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Fyrst við vorum beðin um að útvega raddir þá þýðir það að ekkert verður tekið upp á Íslandi. Líklega eru öll atriðin inniatriði og þá er bara tekið upp í stúdíói.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.10.2007 kl. 07:18

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

úps, ég hafði rangt fyrir mér. Málið var að það var búið að taka upp íslenska hlutann (á Íslandi) og við erum bara að bæta við hljóðum. Megnið af hljóðvinnslunni fer víst fram eftirá.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 10.10.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband