Gamla myndin

Gamla myndin að þessu sinni er bekkjarmynd úr Glerárskóla, Akureyri. Tekin líklega vorið 1978 eða 1979. Í baksýn má sjá íþróttasvæði Þórs. Það er athyglisvert að myndin er tekin í enda skólaársins því við höfum greinilega nýfengið einkunnirnar okkar, og samt er Kaldbakur alveg hvítur.

Ég fæ yfirleitt fréttir af flestum þessum krökkum af og til; annað hvort beint eða í gegnum mömmu sem rekst á þau eða mömmur þeirra. En ég held ég viti ekkert hvað varð að Birgi Steinari eða Arnari. 

Það er annars synd að maður tók svo lítið af myndum á þessum aldri og foreldrarnir tóku bara myndir af manni heima. Ég vildi til dæmis gjarnan eiga bekkjarmynd frá hverju ári, og þær voru bara aldrei teknar í Glerárskóla á þessum árum. Ég held að eina myndin sem var opinberlega tekin af bekkknum hafi verið þegar við útskrifuðumst. 

Talið frá vinstri.
Standandi röð: Sigga, ég, Arnar, Magga Júll, Jón Árni, Hedda, Alli, Sævar, Doddi (sé ekki framan í hann en man eftir peysunni),  Magga Páls, Helga Dóra, Rakel, Mæja.
Krjúpandi röð: Biggi Karls, Brói, Gummi, Birgir Steinar, Þyrí, Ásta, Guðrún Ösp.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh þessi mynd er æði :)

ég man þegar ég var í Glerárskóla hvað við skoðuðum oft bekkjarmyndirnar sem héngu upp á vegg og oh hvað mann langaði að sinn bekkur færi einhvern tímann þarna upp!! 

p.s hann Einar bróðir Línu var hér á mínu heimili um daginn ... ég leigi með vini hans ... ó já enn minnkar veröldin! 

Hrabba (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Og heimurinn er enn minni því ég var í bekk með Einari - bæði í áttunda bekk í Glerárskóla og í fyrsta bekk í MA.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.10.2007 kl. 21:44

3 Smámynd: Guðrún Ösp

Hehe  þessi mynd er yndisleg.  Vá hvað við vorum lítil og krúttleg.  Þetta var frábær tími.  kær kveðja.

Guðrún Ösp, 11.10.2007 kl. 21:45

4 identicon

dísus hehe get ekki beðið eftir að hitta hann næst ... ég var nebbla ekkert að fatta þetta allt þegar hann var hér, hann sagði mér bara að hann hafði fylgt systur sinni til vanc. sem væri lyfjafr. og bla bla ... ;)

Hrabba (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 22:28

5 identicon

Æðisleg mynd af ykkur krökkunum auðvitað, en líka spennandi að sjá umhverfið ... bera saman við umhverfið í dag. Gömlu myndirnar mínar koma frá Melaskóla ... en þær virðist ég ekki eiga lengur... hmm... kannski finnast einhver gömul myndaalbúm einhvern tíma.

Hafðu það yndislegt, góða helgi!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband