Flugfreyja, farþegi, þáttastjórnandi

Ég tók að mér ýmis hlutverk í dag. Við Hallur Gunnars fórum í hljóðverið til að hljóðrita samtöl og tilkynningar fyrir bíómynd sem er í vinnslu. Þar hittum við Gunnar nokkurn sem er nýkominn til borgarinnar. Við þrjú vorum sem sagt raddlið Íslands í þessari töku.

Við þurftum að taka að okkur ýmis hlutverk. Í einu atriði áttum við Hallur að ímynda okkur að við værum að spjalla saman í flugvél og við enduðum á því að ræða um það hversu mun minna maður græðir nú orðið á því að versla í Bandaríkjunum en áður. Í öðru atriði ræddi Gunnar við raddstjórann (á ensku en með íslenskum framburði) og áttu þeir líka að vera farþegar í flugvélinni. Svo lásum við Hallur bæði inn tilkynningar sem áttu að vera frá flugstjóranum og flugfreyjunni (man ekki hvað þær kallast núna). Þá lékum við einnig viðtal á útvarpsstöð og að lokum las Gunnar inn veðurfréttir. Það vildi svo skemmtilega til að hann vann einmitt við það einu sinni að lesa veðurfréttirnar á RÚV.

Þetta var þrælskemmtilegt og eftir smá hikst í byrjun stóðum við okkur eins og hetjur.

Myndin sem um ræðir kallast Journey 3D og verður, eins og titillinn ber til kynna, í 3D. Söguþráðurinn er lauslega byggður á sögu Jules Vernes, Ferðin til miðju jarðar. Okkar eigin Aníta Briem, sem er fjarskyld mér, leikur eitt þriggja aðalhlutverkanna og hluti myndarinnar er tekinn upp á Ísland. Megnið er þó tekið í stúdíói því það er ekki beinlínis auðvelt að finna stað sem lítur út eins og miðja jarðar. Hin hlutverkin eru í höndum Brendan Frasier (The Mummy, School Ties, George of the Jungle) og Josh Hutcherson (sem líklega er þekktastur fyrir leik sinn í myndinni Firehouse Dog). Ég fæ sem sagt að vera í mynd með Brendan Frasier og Anítu frænku (sem mér fannst æðisleg í Kaldri slóð)!!!! En svona án alls gríns, ég er ekki einu sinni viss um að raddir okkar verði almennilega heyranlegar í myndinni. Við sköffum eingöngu bakgrunnshljóð.

Ég get samt lofað ykkur því að þið munið alla vega hlæja að einu atriði í myndinni. Þeir Brendan og Josh eru í bíl á leið frá Reykjavík til Snæfellsnes og Brendan biður Josh um að lesa á kortið. Josh byrjar að lesa upp nöfn á íslenskum bæjum og við þrjú lágum í krampakasti. Það var einfaldlega mjög fyndið atriði.

Þetta tók allt saman rúmlega klukkutíma og okkur fannst öllum mjög skemmtilegt að taka þátt í svona ævintýri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thu ert bara a barmi heimsfraegdar stelpa :) Eg vona ad myndin verdi keypt af italska sjonvarpinu, og tha verdur örugglega hoad i mig til ad döbba thig...thad eru ekki margir her sem kunna ad tala itölsku med akureyskum framburdi !! Eg hef lika reynslu ur kvikmyndaheiminum, ja eda meira svona auglysingaheiminum...var bedin um ad lesa med svefherbergisrodd inna einhverja auglysingu sem atti ad senda til Islands thegar eg var i Noregi. Eg thotti standa mig med stael svo thad er mer alveg oskiljanlegt ad eg hafi ekki verid uppgotvud fyrir longu. Spurning hvort thad ad verda bedin um ad döbba thig gaeti ordid stökkbretti fyrir mig...eg er einmitt ad leita ad einhverju ad gera....!

Rut (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Og var auglýsingin sýnd á Íslandi? Gastu fengið viðbrögð heima við því hvort svefnherbergisröddin virkaði eða ekki? Myndin ætti alla vega að koma í bíóum á Ítalíu, ég meina, stórmynd með Brendan Frasier...

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.10.2007 kl. 16:01

3 Smámynd: Ragnar Páll Ólafsson

Sömuleiðis ég... er einmitt að leita að einhverju að gera, hef nú reynsluna... Það skyldi nú aldrei vera að ég verði nágranni þinn á næsta ári, hehehe

Hvernig er það getur þú ekki leyft okkur að heyra bút úr myndinni á síðunni þinni?

Ragnar Páll Ólafsson, 11.10.2007 kl. 23:39

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vildi óska að ég gæti það Ragnar en ég mun ekki einu sinni fá að heyra hvernig þetta hljómar fyrr en ég sé myndina í bíó (fæ ekki einu sinni að mæta á rauða dregilinn). En þú hefur rétt fyrir þér, nú er þetta náttúrulega myndin mín.

Annars er fjöldi fólk sem hefur hér að atvinnu að vera statisti í bíómyndum. Vantar alltaf helling af slíkum. Oft eru þetta ellilíferisþegar sem hafa ekkert bertra að gera en að bíða á kvikmyndastað (skilst að það sé mikið um bið). Ef maður gengur í verkalýðsfélag leikara (hvað sem það heitir nú) fær maður víst ágætlega borgað. Þannig að ef þig vantar atvinnu þegar þú flytur til Washington (eigum við ekki bara að gera ráð fyrir því) þá geturðu bara gerst aukaleikari og fengið að nudda þér utaní stórstirnin (fólk eins og mig, hehe). 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.10.2007 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband