Og dagarnir líða áfram

Dagarnir undanfarið hafa verið eitthvað svo rólegir og óspennandi að ég hef eiginlega ekki haft frá neinu að segja. Meira að segja veðrið hefur verið þolanlegt síðan ég keypti fínu stígvélin mín - líklega af því að ég hlakkaði til að geta farið út án þess að verða eins og hundur á sundi. En jájá, síðan þá hefur sólin bara skinið og á víst að halda því áfram.

Átti reyndar voðalega notalegt kvöld hjá Alex og Línu á sunnudagskvöldið, þangað sem einnig komu Hallur og Andrea með stelpurnar sínar, Fönn, Dögun og Birnu. Ókei, Birna er ekki alveg stelpan þeirra en ég held þau hafi kannski ættleidd hana.

Ég er að reyna að vinna. Sest niður og skrifa aðeins í ritgerðinni minni, en tek svo pásu frá því og reyni að hugsa um mögulegt postdoc verkefni. Ef ég ætla að sækja um postdoc stöðu í Calgary verð ég nefnilega að koma með einhverja brilljant hugmynd á innan við viku. Og allar mínar hugmyndir undanfarið hafa verið um ritgerðina en ekki hvað tekur við að henni skrifaðri. Ef ég klikka á þessu mun ég sækja um í Dalhousie í Halifax en þar er umsóknarfrestur ekki fyrr en í desember. Reyndar langar mig að sumu leyti meira til Dalhousie hvort eð er. Calgary hefur reyndar frábær skíðasvæði en Halifax hefur beint flug til Íslands og þar að auki væri að sumu leyti spennandi að skella sér á austurströndina. Mér leið líka vel í Halifax þegar ég fór þangað fyrir nokkrum árum.

Annars er allt við það sama. Íslenskukennslan gekk ágætlega í gær en við enduðum á því að tala meira um íslenska menningu (og ómenningu) en tungumálið. Stundum fer það svo.

Og Vancouver Canucks gengur alls ekki nógu vel í hokkíinu. Þeir eru búnir að tapa fjórum leikjum og vinna fjóra og það er ekki nógu gott. Þeir eru í neðri helming vesturdeildarinnar og þurfa greinilega að bæta sig. Og það er ekki líklegt að það gerist í kvöld því þeir eiga að spila við Detroit Red Wingers með hinn ógurlega Henrik Zettenberg sem er á algjöru flugi þessa dagana. Þar að auki hefur Vancouver aldrei gengið vel í Detroit. En Sami Salo kemur aftur inn í liðið eftir að hafa brotið úlnlið og það er vonandi að hann er það sem þeir þurfa til að smella saman. Mér veitir nefnilega ekkert af fleiri ástæðum til að gleðjast - það er svo mikill skortur á þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek her U-beyju i umraedunni...kiktu a thetta..thu hefur svo gaman af tviraedum hlutum: 

http://filter.start.no/embed_click.php?link_id=2115

Rut (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband