Ert þú barrakúda?

Í útvarpinu í morgun var rætt um konur sem eru barracuda (barrakúda er samheiti ýmissa ránfiska). Það eru sem sagt konur sem eltast við karlmenn á mjög agressívan hátt.

Í framhaldinu af þessari umræðu var rætt við ungan mann á þrítugs aldri og hann spurður út í sín samskipti við svokallaðar barrakúdur. Hann sagðist einu sinni hafa verið eltur inn á klósett af einni og að það hafi verið tiltölulega vandræðalegt. Sagði líka að oft kæmu þessar konur einfaldlega upp að sér og bæðu hann að taka sig heim með sér. Hann sagðist einfaldlega segja 'no way'. Þá spurði karlspyrillinn á útvarpsstöðinni hvort hann tæki konurnar heim með sér ef þær væru kynþokkafullar og aðlaðandi, og strákurinn sagði já. Það voru sem sagt bara óaðlaðandi konurnar sem hann hefði ekki áhuga á. Þá var kvenspyrlinum í útvarpinu nóg boðið og sendi frá sér viðeigandi hljóð, og karlspyrillinn sagði við hana: Hvað, ertu að segja mér að ef virkilega aðlaðandi karlmaður kæmi til þín og sýndi þér áhuga, að þú myndir ekki fara heim með honum. Og hún svaraði: Ef þetta væru orðin sem hann segði við mig: "Taktu mig með heim" þá segi ég nei. Ekki séns, alveg sama hversu aðlaðandi hann er.

Kannski er þetta munur á karlmönnum og konum, en kannski er þetta bara munurinn á þessum tveimur. Ég skal ekki segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baracuda er fiskur sem bítur oft fingur ofl af köfurum og er taliinn hættulegur.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:41

2 identicon

Ég held að þetta sé mismunandi á milli einstaklinga ... ég hef fulla trú á því að til séu konur sem færu heim með karlmanni sem segði þessi orð, og öfugt auðvitað líka.

Hinsvegar tel ég að karlar séu miklu meiri rándýr hvað varðar samneyti við hitt kynið. Nægir þá að nefna að fjöldi karla á einkamálasíðum er miklu miklu meiri en fjöldi kvenna - og ástæða fyrir því af hverju sumar konur fá allt að 20-100 skeyti á dag, á meðan karlarnir fá kannski 1-3...

Mér þætti samt sem áður áhugavert að sjá umrædda útvarpskonu segja nei við mann sem segði þessa línu við hana, ef hann væri mjög álitlegur. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:43

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir það Þorfinnur. Í orðabók sagði um barracuda: Heiti ýmissa tegunda stórvaxinna ránfiska af ættkvíslinni sphyraena í höfunum umhverfis Vestur-Indíur. Lýsing þín passar auðvitað mjög vel við hvernig orðið er notað núna um konur.

Doddi, ég er sammála þér. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband