Smáleiðrétting

Ég skrifaði ítarlega um þetta á miðvikudaginn svo ég ætla ekki að bæta miklu við en vil þó benda á tvennt sem rangt í þessari frásögn. Í fyrsta lagi handtók lögreglan aldrei manninn - hvernig hefði hún getað það, hún skaut hann 24 sekúndum eftir hún mætti á staðinn. Í öðru lagi er maðurinn sem tók myndbandið 25 ára en ekki 15 ára. Hann er búinn að vera í fréttum undanfarið vegna þessa myndbands sem lögreglan neitaði lengi vel að skila honum. Það var ekki fyrr en hann fór með málið fyrir dómsstól að hann fékk myndbandið til baka. Lögreglan vildi greinilega ekki að þetta væri sýnt. Ekki skrítið - sýnir þessa lögreglumenn ekki beinlínis í fallegu ljósi. Teiserbyssur eru ofnotaðar. Það er staðreynd.

Ef þið viljið sjá myndbandið í fullri lengd kíkið þá á færslu mína frá því á miðvikudag:  


mbl.is Maður lést í Kanada þegar lögreglumenn skutu hann með rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við skulum samt ekki láta okkur dreyma um að lögreglumennirnir fái svo mikið sem áminningu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er verið að rannsaka málið en allir mennirnir eru enn við störf og enginn hefur verið settur í frí á meðan á rannsókn stendur. Það eru háværar raddir um það hér í Vancouver að óháður aðili þurfi að rannsaka þetta - að það þýði ekki að lögreglan sjái um það sjálf.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.11.2007 kl. 01:56

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Lögreglan í Nýfundnalandi hefur nú þegar tekið þá ákvörðun að hætta notkun teiserbyssna. Gott hjá þeim.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.11.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband