Er næstum orðin kanadísk!

Kæru bloggvinir. Hér með vil ég tilkynna að ég er nú Permanent Residence of Canada. Það þýðir ekki að ég sé orðin ríkisborgari en ég hef nú öðlast flest réttindi sem ríkisborgari hefur, og ég get þar að auki dvalið í landinu eins lengi og ég vil og þarf ekki lengur að vera á tímabundnum leyfum. Þá get ég líka fengið mér vinnu ef mér sýnist svo. Ég þarf reyndar að skreppa yfir landamærin og koma svo aftur inn í Kanada með öll mín nýju plögg svo þetta sé nú löglega gert. Svo ætli ég skjótist ekki niður í Washington ríki einhverja næstu daga!

Og fyrst ég er að tilkynna hluti þá get ég líka sagt ykkur að ég er búin að léttast um 15,2 pund, sem er tæp sjö kíló, nú á síðustu tveim mánuðum. Ég á næstum engar buxur sem passa mér og verð alltaf að reyra að mér belti! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Til lukku, til lukku :-)

Einar Indriðason, 20.11.2007 kl. 00:14

2 identicon

Til hamingju :-)

Lína (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 05:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með hvorutveggja, kílóatapið og dvalarleyfið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 05:52

4 identicon

Ég skal segja þér að ég hef eflaust tekið við öllum þessum 7 kílóum frá þér og skal með ánægju passa þau þar til ég fer heim, en þá mátt þú fá þau aftur :o)

Annars bara til lukku með þetta allt!

Birna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:17

5 identicon

Til hamingju med dvalarleyfid og kiloafokid :) Afram Stina

Rut (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:28

6 Smámynd: Helgi Már Barðason

Til lukku með permanentið. Já, og hitt líka, auðvitað! Sjáumst næsta sumar eða þar næsta!

Helgi Már Barðason, 20.11.2007 kl. 16:46

7 identicon

TIL HAMINGJU MEÐ ÞENNAN FÍNA ÁFANGA!

Ég man eftir þessu ferli þegar ég fór í gegnum það hér, en nú er ég orðin USA ríkisborgari, voða stollt.

Vá það er aldeilis flott þetta með kílóin Stína, en máttir þú við þessu segi ég nú bara?? Þú hefur alltaf verið í svo góðu formi hélt ég nú.

Annars eru þetta bara kíló, þau eru auka atriði, bara svo framalega sem þú ert ánægð með lífið og tilveruna, allt annað er auka atriði!

Kærar kveðjur frá Hawaii

Rakel (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 17:43

8 identicon

hmm er nóg að fara til WA ... það er kúl .. gerðu  nú eitthvað skemmtilegt þar og ef þér þykur indverskur matur góður þá skal ég gefa þér nafn og deterctions á bestasta indverska stað sem ég veit um .... hef enn ekki fundið hann betri ;)  en þá verðuru að fara alla leið til Sívætlu ... það er nú bara gaman :D

Til lukku með allt

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 20:45

9 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Til hamingju með þetta allt saman

Þóra Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband