Permanent Resident of Canada

 

 

NewPermanentResident

 


 
Í dag fór ég yfir landamærin til Blaine í Washingtonríki, borðaði Mexíkanskan mat og sneri svo við, rétt svo ég geti komið löglega inn í Kanada sem permanent resident (Hálf-ríkisborgari eða svo). Þar var ég spurð nokkurra spurninga, þeir tékkuðu á því að augun á mér væru virkilega blá (í alvöru), stimpluðu passann minn, gáfu mér litla nælu og óskuðu mér til hamingju með að vera orðin Permanent resident. Svo einfalt var það nú.

Marion keyrði mig niðreftir þar sem ég er bíllaus, og ég bauð henni í hádegisverð. Það minnsta sem ég gat gert. Hún var ákaflega ánægð með það að hægt væri að fá Mojito á 99 cent (um 62 krónur). Við úðuðum í okkur tamales, enchilada, tostido og svo djúpsteiktri ostaköku (já, í alvöru - var líka mjög góð). Þetta var sem sagt bara hin notalegasta ferð. Þegar við komum inn í Kanada var farið að rigna (við hverju öðru bjuggust þið?) og þegar við komum inn í Vancouver var farið að snjóa (sem gerist tvisvar á ári eða svo).

Þegar ég kom heim tók ég mynd af mér og notaði svo Photoshop til að setja mig fyrir framan kanadíska fánann (af því að ég á bara lítinn einhver staðar og ég finn hann ekki). Fannst það við hæfi að þetta yrði opinbera myndin af mér sem permanent resident. Fór líka í Canucks peysu því hvað er kanadískara en hokkí?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með hinn hálfa ríkisborgara.  Myndin flott.  En hver fór með þér að borða? Vantar í færsluna kona góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2007 kl. 07:20

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Úps, ég hafði skrifað Marion en ég held að ég hafi óvart hent því út þegar ég renndi púkanum yfir. Honum líkaði ekki nafnið hennar. Hef lagað það núna. Takk fyrir hamingjuóskirnar og að láta mig vita af þessum klaufaskap mínum.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.11.2007 kl. 07:37

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju Kanadakona.

Þröstur Unnar, 27.11.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með hálfan ríkisborgara!

Huld S. Ringsted, 27.11.2007 kl. 10:34

5 identicon

Kanada hefur aldeilis graett i dag! Ekki a hverjum degi sem ung og myndarleg fjallkona faer otimabundid dvalarleyfi. Ma eg annars leyfa mer ad koma med athugasemd um hvad thu litur glaesilega ut! Thu ert sveimer i godu formi!

P.s. Hvernig gengur med munnstykkja-rannsoknar-aaetlunina? 

Rut (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:49

6 Smámynd: Einar Indriðason

Ehum... ég les þessi komment, og það fyrsta sem dettur í hugann á mér er "hamborgari".  Jú... Þú ert jú orðinn hálfur ríkisborgari!   Og til lukku með það. 

Einar Indriðason, 27.11.2007 kl. 17:43

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er aðallega impóneruð yfir hvað þú ert flinkur fótósjoppari. Samt trúi ég að þú lítir svona vel út, ég veit að þú fótósjoppaðir bara fánann sem bakgrunn. Ég samgleðst þér svo yfir að vera orðin varanleg af því að það hlýtur að vera það sem þú vilt.

Sjáumst svo á næsta ári, ræræræ ...

Berglind Steinsdóttir, 27.11.2007 kl. 19:57

8 identicon

Til hamingju gamla mín.  Hefði nú samt heldur viljað að þú værir bara að koma heim.  Kveðjur af Ströndinni, Elva.

Elva (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:40

9 identicon

Til hamingju með þetta og takk aftur fyrir mig!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 23:14

10 Smámynd: Sigurjón

Ég gratúlera og kontúlera, eins og Bör hefði sagt...

Ég hélt að það myndi snjóa talsvert í Vancouver, en greinilega fór ég villur vegar með það.

Skál! 

Sigurjón, 28.11.2007 kl. 01:33

11 identicon

Þetta er frábært... samgleðst... öfund... ég þarf að fara að finna út hvernig ég framlengi stúdentavisað mitt, gleði gleði...

AuðurA (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 01:58

12 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk fyrir hamingjuóskirnar öll.

Takk kærlega fyrir hólið Rut. Er ekki byrjuð á munnstykkjarannsókninni en er að plana.

Takk líka Berglind. Ég hugsaði um það eftir að ég setti fánann í bakgrunninn að ég hefði átt að gera mig grennri og brjóstastærri - ég meina, fyrst ég var að eiga við myndina hvort eð var.

Elva ég kem vonalega fljótlega í heimsókn á Skagaströnd.

Verði þér að góðuDoddi.

Nei, Sigurjón, lítill snjór í Vancouver - en ef þú ferð austur fyrir Klettafjöllin færðu öllu kaldari veðráttu.

Auður, af hverju þarftu að framlengja vísað? Ég hélt þú værir að klára og fara heim? Misskildi ég eitthvað? 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.11.2007 kl. 07:35

13 identicon

Eg registera fyrir voronn 2008, eg er bara rett ad byrja ad skrifa sko ;) og visad rennur ut i mars.

AudurA (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband