Hvers vegna kanadíska riddaralögreglan ætti aldrei að leika jólasveininn

Mikið hefur verið rætt um notkun taser byssna hér í Vancouver undanfarið; ekki bara vegna dauða Roberts Dsiekanskies heldur einnig vegna ungs manns í Chilliwack sem nú liggur milli heims og helju eftir að hafa verið skotinn með taser og barinn með kylfum, tæpum mánuði eftir dauða Dsiekanskies. Þessi umræða hefur líklega kveikt hugmyndina að þessari mynd sem birtist í Vancouver Province fyrir nokkrum dögum. Þetta er sem sagt ástæðan fyrir því að kanadíska riddaralögreglan ætti ekki að taka að sér hlutverk jólasveins fyrir jólin.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir ætti bara að fara að finna sér einhver vopn, heldur en þessar taser byssur. Þær eru svo sannarlega meira en eitthvað tase.

Hvernig er með rannsókn á máli Dsiekanskies, er eitthvað að frétta af því? Ég hef ekkert heyrt hérna á Íslandi...

Bestu kveðjur fá íslandi, Alva ÆVarsdóttir. 

alva (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er verið að rannsaka málið og mér skilst að einhver óháð rannsókn verði gerð, ekki bara af lögreglunni sjálfri. T.d. hefur þess verið krafist að Vancouver lögreglan rannsaki málið en Vancouver lögreglan er annað fyrirbæri en riddaralögreglan (lögreglumál eru flókin hér). Hins vegar hafa lögreglustjórar allra embætta í Bresku Kólumbíu greitt atkvæði um það að halda áfram að nota taser og daginn sem myndbandið með dauða Roberts var sýnt þá nær tvöfaldaði lögreglan á svæðinu tasereign sína. Ég mun skrifa um það hér á blogginu þegar eitthvað nýtt kemur fram í málinu því ég er viss um að þið á Íslandi munið ekkert meir fá að heyra.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.11.2007 kl. 17:40

3 identicon

Elsku besta Kristín í heimi! Takk kærlega fyrir sendinguna! Var að fá hana núna áðan ... þú ert bara engill. Nema maður verði háður þér í framtíðinni og þú verðir dílerinn minn!!!??? Gæti alltaf lagt inn á einhvern reikning hjá þér.

Og hvað ætli fólk hugsi þegar það les þetta komment???

Takk aftur kærlega, Kristín! Þú ert mánudagshetja!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband