Lukkudýr Ólympíuleikanna 2010 afhjúpuð

Í dag voru afhjúpuð lukkudýrin þrjú sem eiga að bjarga draslsölunni fyrir Ólympíuleikana 2010. Þetta eru þau Quatchi, sem er stórfótur, Miga, sem er sambland af háhyrningi og Kermode birni, og Sumi, sem eru nokkurs konar þrumufugl. Allar þessar skepnur eiga uppruna sinn í þjóðtrú indjána og ekkert þessa kvikinda finnast í stóru ensk-íslensku orðabókinni (nöfnin á ensku eru sasquatch, sea bear og thunderbird - hins vegar er til íslensk hljómsveit með nafninu Seabear).

Ég hef ekki enn heyrt mikið um það hvað fólki finnst um þessi lukkudýr, sem verða mjög fyrirferðamikil á leikunum, en mér sýnist að almennt hrylli fólki við þeim. Ég mun heyra meira á morgun en ég býst ekki við almennum stuðningi. Og sjálf er ég ekki hrifin.

Hins vegar finnst mér að Mogginn eigi að ráða mig sem sérstakan blaðamann moggans í Vancouver - er alltaf að koma með fréttir héðan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef thu hefdir ekki sett mynd af thessum lukkudyrum med faerslunni hefdi eg sagt, va, en god hugmynd...en utfaerslan madur minn...var haft samband vid einhvern a byrjendanamskeidi i tuskubrudugerd til ad hanna thetta? Reyndar voru Neve og Gliz, lukkudyr olimpiuleikanna i Torino 2006 ekkert til ad hropa hurra fyrir, en ad leidin skyldi svo liggja nidur a vid...òmæòmæ!

Rut (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 12:05

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það var einmitt búið að leggja svo mikla áherslu á að þetta yrði gert betur en mistökin á undanförnum Ólympíuleikum en svo var ekki. Flestir vildu bara einfaldan háhyrning eða Kermoda björn (hvít útgáfa af svartbirni sem aðeins býr hér í BC). En nei, það þurfti að gera þetta illa. Því miður. Ég sem ætlaði að nota þetta í allar jólagjafir 2008!!!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.11.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Viðar Eggertsson

En nú er tækifæri til að gefa óvinum sínum jólagjöf - loksins!

Viðar Eggertsson, 28.11.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Helgi Már Barðason

Það hefði eiginlega einhver átt að laumað því að þeim sem þessu stjórna að "Miga" væri ekki sérlega heppilegt nafn, séð frá sjónarhóli Íslendingsins ...

Helgi Már Barðason, 28.11.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég ætla að segja þeim frá þessu með Miga þegar ég er búin að fá vinnu hjá Vanoc (Vancouver Olympic Committee).

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.11.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband