Stórkostlegur leikur

Í kvöld fór ég á leik Vancouver gegn Columbus og fékk að launum stórkostlegan leik og varð vitni að því þegar Roberto Luongo sló 32 ára liðsmet með því að halda markinu hreinu þrjá leiki í röð. Hann sló reyndar metið þegar enn voru tíu mínútur eftir af leiknum því að halda markinu hreinu í fleiri mínútur en áður hafði gerst, en það var enn sætara þegar klukkan hafði talið niður og netið var autt þriðja leikinn í röð. Þegar ein mínúta var eftir af leiktíma stóðu allir upp í höllinni og liðið sönglaði 'Bobby Lou Bobby Lou' þar til leikurinn kláraðist og þá varð allt vitlaust. Eftir að leikmenn höfðu óskað markmanni sínum til hamingju og voru komnir inn í klefa voru þrjár stjörnur leiksins kallaðar fram. Síðastur kom Luongo og allt varð vitlaust á ný. Hann var síðan tekinn í viðtal sem var sjónvarpað á stóra skjánum og ég held að ég hafi ekki heyrt neitt af því vegna þess að áhorfendur fögnuðu stanslaus þar til Luongo var farinn af svellinu, og töluvert eftir það.

Þetta var almennt séð mjög skemmtilegur leikur. Columbus hefur spilað mun betur í ár en undanfarin ár og líklega má þakka það þjálfaranum Hitchcock og stjörnunni Richard Nash - sem náði ekki að skora í þessum leik. Aðalástæðan fyrir því er Ryan Kesler sem hefur heldur betur fundið sig sem aðalstoppari liðsins. Hann er settur á allar stórstjörnur sem mæta á svæðið, Jereme Iginla hjá Calgary, Ryan Getslaf hjá Anaheim, Marian Gaborik hjá Minnesota, o.s.frv., og hefur staðið sig eins og hetja. Enginn þessara skyttna hefur náð að skora gegn Vancouver undanfarið.

Ég skal ekki skrifa meira. Verð bara að segja að þetta var stórskemmtilegur leikur og stórkostleg upplifun að fá að vera í höllinni í kvöld þegar Luongo setti metið sitt. Wouldn't have wanted to miss it for the world!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband